Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2014 13:49 Karl Antonsson með flottann fisk úr Eldvatni Nú fara fréttir af veiðiskap að detta inn frá sjóbirtingssvæðunum sem opnuðu í gær og fréttir af flestum svæðum eru góðar. Sem dæmi um góða opnun þá veiddust 7 vænir birtingar í Eldvatni og fleiri vænir sluppu á fyrstu þremur vöktunum, þar af einn sem menn skjóta á að hafi verið um 90 sm langur en sjóbirtingur í þeim lengdarflokki getur verið nálægt 20 pundum. Nokkuð líf er í ánni og það má því reikna með því að veiðin verði áfram fín. Í Vatnamótunum eru hátt í 40 fiskar komnir á land og í Litluá í Keldum eru líklega um 70 komnir á land. Geirlandsá gaf um 40 fiska í gær og þar voru stórir birtingar í aflanum en toppurinn á öllum veiðitölum er ennþá fyrsti dagurinn í Tungulæk þar sem 91 fiskur var færður til bókar sem er frábær veiði á alla mælikvarða. Vatnaveiðin er heldur róleg en fyrir utan fréttir af dræmri veiði í Vífilstaðavatni þá var sömu sögu að segja frá veiðimönnum sem voru í Meðalfellsvatni. Við eigum von á fréttum frá fleiri vígstöðvum og hvertjum ykkur til að senda okkur fréttir af þinni veiði og myndir með. Við drögum úr innsendum veiðifréttum í hverjum mánuði og í Apríl drögum við út fjögur Veiðikort. Til að taka þátt þarftu bara að senda mynd og fréttir af þinni veiði á kalli@365.is. Stangveiði Mest lesið 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Haltu línunum vel við Veiði
Nú fara fréttir af veiðiskap að detta inn frá sjóbirtingssvæðunum sem opnuðu í gær og fréttir af flestum svæðum eru góðar. Sem dæmi um góða opnun þá veiddust 7 vænir birtingar í Eldvatni og fleiri vænir sluppu á fyrstu þremur vöktunum, þar af einn sem menn skjóta á að hafi verið um 90 sm langur en sjóbirtingur í þeim lengdarflokki getur verið nálægt 20 pundum. Nokkuð líf er í ánni og það má því reikna með því að veiðin verði áfram fín. Í Vatnamótunum eru hátt í 40 fiskar komnir á land og í Litluá í Keldum eru líklega um 70 komnir á land. Geirlandsá gaf um 40 fiska í gær og þar voru stórir birtingar í aflanum en toppurinn á öllum veiðitölum er ennþá fyrsti dagurinn í Tungulæk þar sem 91 fiskur var færður til bókar sem er frábær veiði á alla mælikvarða. Vatnaveiðin er heldur róleg en fyrir utan fréttir af dræmri veiði í Vífilstaðavatni þá var sömu sögu að segja frá veiðimönnum sem voru í Meðalfellsvatni. Við eigum von á fréttum frá fleiri vígstöðvum og hvertjum ykkur til að senda okkur fréttir af þinni veiði og myndir með. Við drögum úr innsendum veiðifréttum í hverjum mánuði og í Apríl drögum við út fjögur Veiðikort. Til að taka þátt þarftu bara að senda mynd og fréttir af þinni veiði á kalli@365.is.
Stangveiði Mest lesið 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Haltu línunum vel við Veiði