Golf

Þrír í forystu á RBC Heritage eftir fyrsta hring

Kuchar hefur spilað stöðugt og gott golf að undanförnu.
Kuchar hefur spilað stöðugt og gott golf að undanförnu. AP/Getty
Eftir spennandi Mastersmót eru margir af bestu kylfingum heims sem taka það rólega helgina eftir en þrátt fyrir það eru mörg þekkt nöfn sem eru með á RBC Heritage mótinu sem fram fer á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki.

Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem hefur verið í miklu stuði að undanförnu en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring ásamt löndum sínum Scott Langley og William McGirt. Allir léku þeir fyrsta hring á 66 höggum eða fimm höggum undir pari en einn í fjórða sæti er Harry English á þremur höggum undir pari.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Matt Kuchar tekst að fylgja þessari góðu byrjun eftir en hann hefur verið í hörku baráttu um sigur á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni og er greinilega að spila sitt besta golf þessa dagana.



Þá voru augu margra á hinum unga Jordan Spieth eftir frábæra frammistöðu á Mastersmótinu um síðustu helgi. Hann lék með Tom Watson í holli í dag en það eru ekki nema 44 ár á milli þeirra tveggja. Spieth hóf mótið vel og deilir fimmta sætinu með 15 öðrum kylfingum á tveimur höggum undir pari.

Annar hringur á RBC Heritage verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×