Íslenskur tölvuleikur á Playstation, X-box og Steam Hrund Þórsdóttir skrifar 17. apríl 2014 20:00 Nokkrir ungir íslenskir menn voru að koma heim frá Boston, þar sem þeir kynntu nýjan tölvuleik sem þeir hafa unnið að í tvö ár. Í gærkvöldi var leikurinn samþykktur af Steam, sem er stærsti dreifingaraðili PC leikja í heiminum, en hann kemur einnig út á Playstation og X-box. Heimurinn sem leikurinn gerist í nefnist Lumenox og innan hans eru fjórir guðir, Day, Night, Dusk og Dawn sem deila valdinu. Guðinn Nótt ætlar að hrifsa til sín völdin og Aaru, persóna spilarans, er undirmaður Dögunar og hann reynir að koma jafnvægi á aftur. „Þetta er svokallaður hopp og skopp leikur, tvívíður. Hann virkar í raun eins og Super Mario bros leikirnir gömlu, þ.e. þú hleypur á hlið í gegnum borðin frá a til b í rauninni,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox. Athygli hefur vakið að leikurinn er handteiknaður en auk þess býður hann upp á nýstárlega spilun. „Aðalhluturinn er að leikmaðurinn getur skotið kúlu og síðan „teleportað“ sig að kúlunni og þetta er nýtt í þessu formi leikja,“ segir Burkni Óskarsson, framkvæmdastjóri Lumenox. Þeir félagar komu frá Boston á þriðjudaginn en þar fengu þeir góðar undirtektir á tölvuleikjasýningunni Pax, sem er ein sú stærsta í heiminum. Vonast er til að leikurinn komi út innan tveggja mánaða, væntanlega fyrst á Playstation. „Við erum komnir með leikinn inn á Playstation og X-box og svo í gærkvöldi fengum við bréf frá Steam og þeir voru að hleypa okkur inn á kerfið þeirra til að selja Windows útgáfuna. Þetta er stærsti dreifingaraðili í heimi fyrir PC leiki svo þetta er bara frábært. Við erum komnir með þessa þrjá stærstu póla sem við viljum komast inn á,“ segir Burnki. Svo þetta er ykkar framtíðarstarf, eða hvað? „Já, klárlega,“ segir Jóhann. Leikurinn inniheldur ekkert blóð og allir mega spila hann. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Lumenox og Facebooksíðu fyrirtækisins. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Nokkrir ungir íslenskir menn voru að koma heim frá Boston, þar sem þeir kynntu nýjan tölvuleik sem þeir hafa unnið að í tvö ár. Í gærkvöldi var leikurinn samþykktur af Steam, sem er stærsti dreifingaraðili PC leikja í heiminum, en hann kemur einnig út á Playstation og X-box. Heimurinn sem leikurinn gerist í nefnist Lumenox og innan hans eru fjórir guðir, Day, Night, Dusk og Dawn sem deila valdinu. Guðinn Nótt ætlar að hrifsa til sín völdin og Aaru, persóna spilarans, er undirmaður Dögunar og hann reynir að koma jafnvægi á aftur. „Þetta er svokallaður hopp og skopp leikur, tvívíður. Hann virkar í raun eins og Super Mario bros leikirnir gömlu, þ.e. þú hleypur á hlið í gegnum borðin frá a til b í rauninni,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox. Athygli hefur vakið að leikurinn er handteiknaður en auk þess býður hann upp á nýstárlega spilun. „Aðalhluturinn er að leikmaðurinn getur skotið kúlu og síðan „teleportað“ sig að kúlunni og þetta er nýtt í þessu formi leikja,“ segir Burkni Óskarsson, framkvæmdastjóri Lumenox. Þeir félagar komu frá Boston á þriðjudaginn en þar fengu þeir góðar undirtektir á tölvuleikjasýningunni Pax, sem er ein sú stærsta í heiminum. Vonast er til að leikurinn komi út innan tveggja mánaða, væntanlega fyrst á Playstation. „Við erum komnir með leikinn inn á Playstation og X-box og svo í gærkvöldi fengum við bréf frá Steam og þeir voru að hleypa okkur inn á kerfið þeirra til að selja Windows útgáfuna. Þetta er stærsti dreifingaraðili í heimi fyrir PC leiki svo þetta er bara frábært. Við erum komnir með þessa þrjá stærstu póla sem við viljum komast inn á,“ segir Burnki. Svo þetta er ykkar framtíðarstarf, eða hvað? „Já, klárlega,“ segir Jóhann. Leikurinn inniheldur ekkert blóð og allir mega spila hann. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Lumenox og Facebooksíðu fyrirtækisins.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira