Adam Scott: Finnst eins og ég sé í toppformi 10. apríl 2014 15:30 Græna jakkanum fylgja ýmsar skyldur. Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“ Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira