Honda og Mercedes Benz með bestu ímyndina Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 16:15 Mercedes Benz hefur bestu ímyndina meðal bíleigenda í Bandaríkjunum. Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent