Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-17 | Eyjakonur jöfnuðu einvígið Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 27. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira