Karla og kvennalið ÍBV og Vals mætast í undanúrslitum Olís-deildanna í handbolta í ár og hafa félögin ákveðið að bjóða upp á mögulega fjóra tvíhöfða á næstu vikum á meðan það kemur í ljós hvort félagið eignast lið í lokaúrslitum.
ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val í undanúrslitum Olís-deildar karla en Valur er með heimavallarréttinn á móti ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.
Einvígi ÍBV og Vals í Olís-deild karla hefst á þriðjudagskvöldið út í Eyjum en eftir það fara leikirnir fram á sama tíma eftir að mótanefnd HSÍ raðaði leikjunum upp á nýtt í samráði við ÍBV og Val.
Til þess að ná fram þessum tvíhöfðum þurfti að breyta fjórum leikjum í Olís deildar kvenna sem og tímasetningum á leikjum í Olís deild karla.
Undanúrslitaeinvígi félaganna verður því spilað svona:
Þri. 22.apríl kl.19.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Valur Olís karla
Fim. 24.apríl kl.16.00 Vodafone höllin Valur - ÍBV Olís karla
Fim. 24.apríl kl.14.00 Vodafone höllin Valur - ÍBV Olís kvenna
Sun. 27.apríl kl.16.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Valur Olís kvenna
Sun. 27.apríl kl.18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Valur Olís karla
Þri. 29.apríl kl.17.45 Vodafone höllin Valur - ÍBV Olís kvenna
Þri. 29.apríl kl.19.45 Vodafone höllin Valur - ÍBV Olís karla
Fim. 1.maí kl.14.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Valur Olís kvenna
Fim. 1.maí kl.16.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Valur Olís karla
Lau. 3.maí kl.16.00 Vodafone höllin Valur – ÍBV Olís kvenna
Valur og ÍBV bjóða upp á fullt af tvíhöfðum í úrslitakeppninni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
