Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 20-23 | Valskonur í úrslit Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Valli Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira