Eins og flestir vita komust Pollapönkarar upp úr fyrri undanúrslitariðlinum á þriðjudagskvöldið og flytja því lagið Enga fordóma, eða No Prejudice, á laugardagskvöldið.
Þó við Íslendingar stígum ekki á svið í kvöld er samt um að gera að kynna sér keppendur kvöldsins því tíu af þeim verða keppinautar okkar á laugardagskvöld.
Hér fyrir neðan má sjá alla keppendur kvöldsins í þeirri röð sem þeir stíga á svið.
Malta
Flytjandi: Firelight
Lag: Coming Home
* Aðalmaðurinn í sveitinni er Richard Edwards
* Fór til Bretlands árið 2005 og fékk tækifæri til að troða upp með X Factor-keppendunum Leonu Lewis og Ray Quinn og uppskar fagnaðarlæti frá sjálfum Simon Cowell
* Richard hefur þrisvar reynt að komast í Eurovision fyrir hönd Möltu, bæði einn og í bandinu The Mics
Ísrael
Flytjandi: Mei Finegold
Lag: Same Heart
* Tók þátt í hæfileikakeppninni A Star Is Born árið 2009 og endaði í þriðja sæti
* Sló í gegn í söngleik árið 2010 og fékk verðlaun fyrir frammistöðu sína
* Eignaðist dótturina Emily árið 2011
Noregur
Flytjandi: Carl Espen
Lag: Silent Storm
* 32 ára
* Konan bak við lagið er Josefin Winther, frænka hans
* Tók þátt í hæfileikakeppni aðeins tólf ára gamall með lagið Wild World og sigraði
Georgía
Flytjandi: The Shin & Mariko
Lag: Three Minutes to Earth
* Lagið lýsir síðustu þremur mínútunum í langri göngu aftur heim á jörðina
* Sveitin The Shin er með bækistöðvar í Þýskalandi
* Söngkonan Mariko Ebralidze syngur með þeim í Eurovision
Pólland
Flytjandi: Donatan & Cleo
Lag: My Slowianie - We Are Slavic
* Gáfu út lagið My Slowianie í fyrra sem sló í gegn á YouTube
* Donatan er þekktur í heimalandinu sem pródúsent og hefur komið að um fimmtíu plötum
* Donatan uppgötvaði Cleo sem er lýst sem ljóshærðri stúlku með pólskan sjarma og dökka rödd
Austurríki
Flytjandi: Conchita Wurst
Lag: Rise Like A Phoenix
* Fæddist Tom Neuwirth og hefur komið fram sem sitt annað sjálf, Conchita Wurst síðan árið 2011.
* Hefur komið fram í raunveruleikaþáttum í heimalandinu
* Dreymdi alltaf um frama í skemmtanabransanum
Litháen
Flytjandi: Vilija Matačiūnaitė
Lag: Attention
* Hæfileikar hennar voru uppgötvaðir í leikskóla
* Tók þátt í söngkeppninni Amber Star árið 2004 og lenti í öðru sæti
* Hefur einnig unnið bæði í sjónvarpi og útvarpi
Finnland
Flytjandi: Softengine
Lag: Something Better
* Sveitin var stofnuð árið 2011
* Skrifuðu undir samning við Sony Music í Finnlandi rétt áður en þeir unnu undankeppni Eurovision
* Lagið fjallar um gamlan mann sem fer yfir líf sitt
Írland
Flytjandi: Can-Linn (með Kasey Smith)
Lag: Heartbeat
* Kasey komst fyrst í sviðsljósið árið 2010 með sveitinni Wonderland
* Eftir að sveitin lagði upp laupana fór hún til Nashville og vann í sólóferli sínum
* Tók þátt í undankeppni Eurovision í heimalandinu í fyrra en lenti í þriðja sæti
Hvíta-Rússland
Flytjandi: Teo
Lag: Cheesecake
* Heitir réttu nafni Yuriy Vaschuk
* Lærði á harmonikku í fjögur ár
* Teo segir lagið jákvætt og að það fjalli um sambandsslit
Makedónía
Flytjandi: Tijana
Lag: To The Sky
* Systir hennar Tamara syngur bakraddir en hún er vinsæl söngkona í heimalandinu
* Tijana byrjaði að læra á selló þegar hún var sjö ára
* Hlutirnir byrjuðu að gerast í tónlistinni árið 1994 þegar hún gaf út sinn fyrsta smell, Afterwards
Sviss
Flytjandi: Sebalter
Lag: Hunter of Stars
* Heitir réttu nafni Sebastiano Paù-Lessi
* Byrjaði að læra á fiðlu sex ára
* Er að leggja lokahönd á nýja plötu
Grikkland
Flytjandi: Freaky Fortune feat. Risky Kidd
Lag: Rise up
* Freaky Fortune skipa þeir Nikolas Raptakis og Theofilos Pouzbouris
* Þeir náðu athygli heimsins þegar þeir tóku þátt ábreiðukeppni Perez Hilton árið 2011
* Risky Kidd er nítján ára rappari sem ólst upp í London
Slóvenía
Flytjandi: Tinkara Kovač
Lag: Round And Round
* Með fimmtán ára reynslu í tónlistarbransanum á bakinu
* Hefur spilað á rúmlega átta hundruð tónleikum í Evrópu
* Spilar á flautu
Rúmenía
Flytjandi: Paula Seling & OVI
Lag: Miracle
* Paula fæddist á jóladag
* Gaf út fyrstu plötuna árið 1998
* OVI hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum, þar á meðal En Vogue, Espen Berg og Simone