Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 22-20 | Deildarmeistararnir komnir yfir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mýrinni skrifar 7. maí 2014 16:36 Vísir/Daníel Stjarnan vann Val 22-20 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í Mýrinni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-8.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan og neðan. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og fór sérstaklega Jóna Margrét Ragnarsdóttir á kostum í sókninni í byrjun leiks. Hún kom liði sínu á bragðið og var Stjarnan mun betri lengst framan af. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær og Florentina Stanciu naut sín í markinu. Valur átti samt sína kafla í leiknum. Vörnin var á köflum góð og framliggjandi vörnin sem liðið fór í eftir að Stjarnan náði sex marka forystu snemma í seinni hálfleik, var mjög öflug. Valur varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik þegar Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skaddaðist á hásin og kom ekki meira við sögu. Ekki bætti úr skák þegar Rebekka Rut Skúladóttir snéri sig á ökkla um miðbik seinni hálfleiks. Það þýddi að Valur þurfti að færa vörnina aftar en sóknarleikur Stjörnunnar var farinn að hiksta verulega. Rebekka jafnaði sig og kom aftur inn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Valur gerði loka tilraun til að fá eitthvað út úr leiknum. Segja má að tapaðir boltar hafi farið illa með Val í leiknum og einn slíkur þegar liðið hafði náð að minnka muninn í þrjú mörk og þrjár mínútur voru eftir, gerði Val erfitt fyrir en liðið náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar hálf mínúta var eftir en það var of lítið og of seint því Helena Örvarsdóttir gerði út um leikinn þegar skammt var eftir. Stjarnan leiðir einvígið 1-0 en annar leikur liðanna verður leikinn í Vodafone höllinni að Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Jóna Margrét: Gerðum þetta óþarflega spennandi„Við fórum að bakka í staðin fyrir að halda línunum okkar og fórum að hægja á leiknum sem er ekki gott fyrir okkur,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir sem fór fyrir Stjörnunni í sóknarleiknum í dag um síðustu mínútur leiksins í kvöld. „Við lokuðum fyrri hálfleiknum ágætlega og byrjuðum seinni vel. Svo fórum við að hægja á leiknum og þá fóru þær að saxa á og við gerðum þetta óþarflega spennandi í restina. „Maður þarf að klára þetta með stæl. Þetta er síðasta tímabilið og vonandi nær maður að gefa allt í þessa síðustu leiki,“ sagði Jóna sem fór mikinn í upphafi og var sá sóknarmaður Stjörnunnar sem reyndi hvað mest enda tók hún yfir 20 skot í leiknum. „Varnarleikur var mjög góður þangað til við fórum að bakka í restina. Það kemur aftur upp og vonandii höldum við þessu. „Þetta er bara 1-0 og er rétt að byrja. Við þurfum að halda okkar baráttu og gleði og vonandi lendir þetta réttum megin,“ sagði Jóna. Anna Úrsúla: Eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn„Það dugar ekki að hrökkva í gang þegar það eru tíu mínútur eftir af leiknum. Sannarlega á maður ekki möguleika á að vinna dollu þannig,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir línumaður Vals og varnartröll í kvöld. „Það er eins gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum hysjað upp um okkur buxurnar. Annars eigum við þetta ekkert skilið. „Við náum ekki að nýta okkur okkar styrkleika sem er vörn og hraðaupphlaup. Það kom ekki fyrr en í lokin. Það þarf að vera 100% allan leikinn til að vinna Stjörnuna. „Sóknarleikurinn var vandræðalegur. Það var eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn. Allar sem ein og það er eitthvað sem við þurfum að slípa fyrir næsta leik. „Þegar maður er með svona marga tæknifeila þá er það svo lýjandi. Það gengur ekkert upp. Þetta þurfum við að fara yfir og laga fyrir næsta leik,“ sagði Anna Úrsúla en þrátt fyrir öll þessi vandræði var Valur ekki langt frá því að koma þessum leik í framlengingu og smá heppni í lokin hefði geta gjörbreytt stöðunni. „Maður verður að vera bjartsýnn og skoða betur þessar síðustu tíu mínútur og taka það með okkur í næsta leik. Þá eigum við kannski séns.“Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Stjarnan vann Val 22-20 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í Mýrinni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-8.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan og neðan. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og fór sérstaklega Jóna Margrét Ragnarsdóttir á kostum í sókninni í byrjun leiks. Hún kom liði sínu á bragðið og var Stjarnan mun betri lengst framan af. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær og Florentina Stanciu naut sín í markinu. Valur átti samt sína kafla í leiknum. Vörnin var á köflum góð og framliggjandi vörnin sem liðið fór í eftir að Stjarnan náði sex marka forystu snemma í seinni hálfleik, var mjög öflug. Valur varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik þegar Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skaddaðist á hásin og kom ekki meira við sögu. Ekki bætti úr skák þegar Rebekka Rut Skúladóttir snéri sig á ökkla um miðbik seinni hálfleiks. Það þýddi að Valur þurfti að færa vörnina aftar en sóknarleikur Stjörnunnar var farinn að hiksta verulega. Rebekka jafnaði sig og kom aftur inn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Valur gerði loka tilraun til að fá eitthvað út úr leiknum. Segja má að tapaðir boltar hafi farið illa með Val í leiknum og einn slíkur þegar liðið hafði náð að minnka muninn í þrjú mörk og þrjár mínútur voru eftir, gerði Val erfitt fyrir en liðið náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar hálf mínúta var eftir en það var of lítið og of seint því Helena Örvarsdóttir gerði út um leikinn þegar skammt var eftir. Stjarnan leiðir einvígið 1-0 en annar leikur liðanna verður leikinn í Vodafone höllinni að Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Jóna Margrét: Gerðum þetta óþarflega spennandi„Við fórum að bakka í staðin fyrir að halda línunum okkar og fórum að hægja á leiknum sem er ekki gott fyrir okkur,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir sem fór fyrir Stjörnunni í sóknarleiknum í dag um síðustu mínútur leiksins í kvöld. „Við lokuðum fyrri hálfleiknum ágætlega og byrjuðum seinni vel. Svo fórum við að hægja á leiknum og þá fóru þær að saxa á og við gerðum þetta óþarflega spennandi í restina. „Maður þarf að klára þetta með stæl. Þetta er síðasta tímabilið og vonandi nær maður að gefa allt í þessa síðustu leiki,“ sagði Jóna sem fór mikinn í upphafi og var sá sóknarmaður Stjörnunnar sem reyndi hvað mest enda tók hún yfir 20 skot í leiknum. „Varnarleikur var mjög góður þangað til við fórum að bakka í restina. Það kemur aftur upp og vonandii höldum við þessu. „Þetta er bara 1-0 og er rétt að byrja. Við þurfum að halda okkar baráttu og gleði og vonandi lendir þetta réttum megin,“ sagði Jóna. Anna Úrsúla: Eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn„Það dugar ekki að hrökkva í gang þegar það eru tíu mínútur eftir af leiknum. Sannarlega á maður ekki möguleika á að vinna dollu þannig,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir línumaður Vals og varnartröll í kvöld. „Það er eins gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum hysjað upp um okkur buxurnar. Annars eigum við þetta ekkert skilið. „Við náum ekki að nýta okkur okkar styrkleika sem er vörn og hraðaupphlaup. Það kom ekki fyrr en í lokin. Það þarf að vera 100% allan leikinn til að vinna Stjörnuna. „Sóknarleikurinn var vandræðalegur. Það var eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn. Allar sem ein og það er eitthvað sem við þurfum að slípa fyrir næsta leik. „Þegar maður er með svona marga tæknifeila þá er það svo lýjandi. Það gengur ekkert upp. Þetta þurfum við að fara yfir og laga fyrir næsta leik,“ sagði Anna Úrsúla en þrátt fyrir öll þessi vandræði var Valur ekki langt frá því að koma þessum leik í framlengingu og smá heppni í lokin hefði geta gjörbreytt stöðunni. „Maður verður að vera bjartsýnn og skoða betur þessar síðustu tíu mínútur og taka það með okkur í næsta leik. Þá eigum við kannski séns.“Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira