Hvað er að gerast í ánni Dee? Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2014 10:15 Afleit veiði hefur verið í Dee á þessu vori Miklar áhyggjur eru af ástandinu í ánni Dee sem er ein nafntogaðasta veiðiá Skotlands en veiðin þar á þessu vori er ekki hægt að kalla annað en algjört hrun. Þegar veiðiklær eins og Árni Baldursson fer þarna um með fríðu föruneyti og nær aðeins einum laxi er eitthvað mikið að. Engin virðist vita hvað veldur en nokkrar kenningar hafa verið á lofti, þar á meðal að selir séu að halda til í ósnum og valda því að laxinn fari hreinlega ekki upp í ánna. Það hefur verið prófað að setja niður selafælur og ósinn hefur verið vaktaður og eftir þær tilraunir virðist hægt að afskrifa selinn sem vandamálið. En hvað er þá að? Mögulegt er að mikil afföll hafi verið í seiðum sem þessi árgangur hafi átt að byggja á, bæði í ánni og í sjónum, en það er erfitt að halda þeim rökum til streitu á meðan engin gögn um seiðamælingar liggja fyrir. Staðarhaldarar við Dee halda enn í vonina að vorgöngurnar hafi seinkað sér og von sé á þeim mun stærri sumargöngum. Þetta eru vissulega slæmar fréttir fyrir veiðina í Skotlandi en góðar fréttir fyrir veiðisöluna á Íslandi því margir af þeim bresku veiðimönnum sem hafa farið fisklausir úr Dee eru þegar farnir að hafa samband við Íslenska veiðileyfasala og leita eftir heppilegum dögum í Íslenskum ám. Þeim á líklega eftir að fjölga Breskum og Skoskum veiðimönnum við bakkana í sumar. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Miklar áhyggjur eru af ástandinu í ánni Dee sem er ein nafntogaðasta veiðiá Skotlands en veiðin þar á þessu vori er ekki hægt að kalla annað en algjört hrun. Þegar veiðiklær eins og Árni Baldursson fer þarna um með fríðu föruneyti og nær aðeins einum laxi er eitthvað mikið að. Engin virðist vita hvað veldur en nokkrar kenningar hafa verið á lofti, þar á meðal að selir séu að halda til í ósnum og valda því að laxinn fari hreinlega ekki upp í ánna. Það hefur verið prófað að setja niður selafælur og ósinn hefur verið vaktaður og eftir þær tilraunir virðist hægt að afskrifa selinn sem vandamálið. En hvað er þá að? Mögulegt er að mikil afföll hafi verið í seiðum sem þessi árgangur hafi átt að byggja á, bæði í ánni og í sjónum, en það er erfitt að halda þeim rökum til streitu á meðan engin gögn um seiðamælingar liggja fyrir. Staðarhaldarar við Dee halda enn í vonina að vorgöngurnar hafi seinkað sér og von sé á þeim mun stærri sumargöngum. Þetta eru vissulega slæmar fréttir fyrir veiðina í Skotlandi en góðar fréttir fyrir veiðisöluna á Íslandi því margir af þeim bresku veiðimönnum sem hafa farið fisklausir úr Dee eru þegar farnir að hafa samband við Íslenska veiðileyfasala og leita eftir heppilegum dögum í Íslenskum ám. Þeim á líklega eftir að fjölga Breskum og Skoskum veiðimönnum við bakkana í sumar.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði