Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Karl Lúðvíksson skrifar 5. maí 2014 13:04 Veiðivísir hefur greint frá góðri vorveiði við Þingvallavatn og í því samhengi góðri veiði á urriða sem oft er stór eða allt að 90 sm fiskum en frásögn veiðimanns sem var þar fyrir fáum dögum skyggir aðeins á þessar fréttir. Áður hefur verið greint frá því að kafarar hafa séð nokkuð af dauðum urriða á botni vatnsins, þá mest fyrir utan þjóðgarðinn og veiðimaður sem við ræddum við fann þrjá dauða við Vatnskot. Eina líklega skýringin á dauða þeirra virðist í fljótu bragði vera röng meðferð á fiskinum þegar hann er veiddur og honum sleppt. Þegar fiskurinn tekur hefst barátta sem oft getur tekið nokkurn tíma en þetta dregur gífurlega mikið úr þrótti fiskins þannig að ef tíminn fer mikið yfir 10 mín eru lífslíkur fisksins eftir að honum er sleppt töluvert litlar. Ef honum er eftir þessa baráttu haldið lengur en í 30 sekúndur upp úr vatninu minnka þær enn frekar. Allt of algengt er að sjá ranga meðhöndlun á fiski sem á að sleppa aftur og veiðimenn verða þess vegna að fara mjög gætilega með fiskinn. Hér fyrir neðan er grein þar sem farið er ítarlega yfir þær aðferðir sem veiðimenn verða að temja sér ef veitt/sleppt á að skila þeim árangri að fiskurinn á að lifa.https://www.dec.ny.gov/outdoor/9224.html Stangveiði Mest lesið Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Blanda að ná 400 löxum Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði 198 laxar komnir úr Blöndu Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði
Veiðivísir hefur greint frá góðri vorveiði við Þingvallavatn og í því samhengi góðri veiði á urriða sem oft er stór eða allt að 90 sm fiskum en frásögn veiðimanns sem var þar fyrir fáum dögum skyggir aðeins á þessar fréttir. Áður hefur verið greint frá því að kafarar hafa séð nokkuð af dauðum urriða á botni vatnsins, þá mest fyrir utan þjóðgarðinn og veiðimaður sem við ræddum við fann þrjá dauða við Vatnskot. Eina líklega skýringin á dauða þeirra virðist í fljótu bragði vera röng meðferð á fiskinum þegar hann er veiddur og honum sleppt. Þegar fiskurinn tekur hefst barátta sem oft getur tekið nokkurn tíma en þetta dregur gífurlega mikið úr þrótti fiskins þannig að ef tíminn fer mikið yfir 10 mín eru lífslíkur fisksins eftir að honum er sleppt töluvert litlar. Ef honum er eftir þessa baráttu haldið lengur en í 30 sekúndur upp úr vatninu minnka þær enn frekar. Allt of algengt er að sjá ranga meðhöndlun á fiski sem á að sleppa aftur og veiðimenn verða þess vegna að fara mjög gætilega með fiskinn. Hér fyrir neðan er grein þar sem farið er ítarlega yfir þær aðferðir sem veiðimenn verða að temja sér ef veitt/sleppt á að skila þeim árangri að fiskurinn á að lifa.https://www.dec.ny.gov/outdoor/9224.html
Stangveiði Mest lesið Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði Blanda að ná 400 löxum Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði 198 laxar komnir úr Blöndu Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði