Blikar skoruðu eina mark leiksins strax á sjöttu mínútu leiksins en Kópavogsliðið hefndi fyrir það þegar Stjörnukonur unnu 3-0 sigur á Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins um síðustu helgi.
Það var Telma Hjaltalín Þrastardóttir sem skoraði eina markið en hún kom til Blika fyrir þetta tímabil.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Samsung-vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan.
Breiðablik og Stjarnan mætast síðan í þriðja sinn á stuttum tíma þegar þau spila á Kópavogsvellinum í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí næstkomandi.







