Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu 19. maí 2014 19:40 Jimenez fagnaði sigrinum á sinn einstaka hátt. Getty Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina en sigurinn er númer 21 hjá Jimenez á Evrópumótaröðinni. Hann lék hringina fjóra á PGA Catalunya vellinum á 284 höggum eða fjórum höggum undir pari. Það gerðu þeir Richard Green frá Ástralíu og Thomas Pieters frá Belgíu einnig og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum fengu Pieters og Green báðir skolla meðan að Jimenez fékk öruggt par og sigurinn var því hans. Jimenez hafði tekið þátt í Opna spænska meistaramótinu 26 sinum án þess að sigra og það sást greinilega í gær hvað sigurinn á sínu heimamóti á Evrópumótaröðinni var honum kær. Þá bætti hann sitt eigið met með að vera elsti kylfingur í sögunni til þess að vinna mót á Evrópumótaröðinni en hann er 50 ára og 133 daga gamall. Jimenez er uppáhalds kylfingur margra golfáhugamanna víða um heim en spurður eftir sigurinn út í hvernig hann færi að því að sigra reglulega atvinnugolfmót meðal þeirra bestu á þessum aldri stóð ekki á svörum. „Ég borða einfaldlega góðan mat, drekk gott rauðvín, reyki góða vindla og hreyfi mig mikið.“ Næsta mót á Evrópumótaröðinni er BMW PGA meistaramótið á Wentworth vellinum í Englandi en mótið er eitt það stærsta á mótaröðinni ár hvert. Þar mæta allir bestu kylfingar Evrópu og fleiri til en sýnt verður beint frá því á Golfstöðinni. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina en sigurinn er númer 21 hjá Jimenez á Evrópumótaröðinni. Hann lék hringina fjóra á PGA Catalunya vellinum á 284 höggum eða fjórum höggum undir pari. Það gerðu þeir Richard Green frá Ástralíu og Thomas Pieters frá Belgíu einnig og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum fengu Pieters og Green báðir skolla meðan að Jimenez fékk öruggt par og sigurinn var því hans. Jimenez hafði tekið þátt í Opna spænska meistaramótinu 26 sinum án þess að sigra og það sást greinilega í gær hvað sigurinn á sínu heimamóti á Evrópumótaröðinni var honum kær. Þá bætti hann sitt eigið met með að vera elsti kylfingur í sögunni til þess að vinna mót á Evrópumótaröðinni en hann er 50 ára og 133 daga gamall. Jimenez er uppáhalds kylfingur margra golfáhugamanna víða um heim en spurður eftir sigurinn út í hvernig hann færi að því að sigra reglulega atvinnugolfmót meðal þeirra bestu á þessum aldri stóð ekki á svörum. „Ég borða einfaldlega góðan mat, drekk gott rauðvín, reyki góða vindla og hreyfi mig mikið.“ Næsta mót á Evrópumótaröðinni er BMW PGA meistaramótið á Wentworth vellinum í Englandi en mótið er eitt það stærsta á mótaröðinni ár hvert. Þar mæta allir bestu kylfingar Evrópu og fleiri til en sýnt verður beint frá því á Golfstöðinni.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira