Stóns með tvenna tónleika á Íslandi 19. maí 2014 23:45 Stóns kunna svo sannarlega að bregða sér í líki Rolling Stones. Mynd/einkasafn „Við vildum gera eitthvað stórt og mikið og nú er allt að gerast,“ segir Björn Stefánsson Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Stóns sem leikur lög til heiðurs Rolling Stones. Fyrirhugaðir eru tvennir stórir tónleikar, annars vegar þann 4. október í Háskólabíói og þann 10. október í Hofi á Akureyri. „Þetta hefur alltaf verið að stækka hjá okkur með hverju árinu. Fyrsta giggið okkar var á Players árið 2009 en nú er það Háskólabíó og Hof,“ bætir Bjössi við. Hljómsveitina Stóns skipa ásamt Bjössa þeir, Bjarni Magnús Sigurðarsson gítarleikari, Birgir Ísleifur Gunnarsson píanóleikari, Karl Daði Lúðvíksson bassaleikari og Frosti Runólfsson trommuleikari, en þeir eru allir vel kunnir tónlistarbransanum. Bjössi er líklega best þekktastur fyrir að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Mínus. Hvort er skemmtilegra að sitja á bak við settið eða vera fremst á sviðinu? „Þetta er ólíkt en bæði ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ekki mikið sungið áður en Stóns var stofnuð, nema bara í sturtu og svona. Andrea Jónsdóttir plötusnúður kenndi mér svo að halda rétt á míkrafóni fyrir fyrsta giggið okkar,“ útskýrir Bjössi. Stóns varð upphaflega til sem einhvers konar grín í partýi. „Ég og Bjarni vorum oftast fíflast í partýjum á árum áður, ég var sagður vera svo líkur Mick Jagger og ákváðum við bara að kýla á alvöru hljómsveit.“ Stóns ætla sér að leika öll helstu lög Rolling Stones og lofa frábærum tónleikum. „Ég lofa geggjuðum tónleikum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað stórt og mikið og nú er allt að gerast,“ segir Björn Stefánsson Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Stóns sem leikur lög til heiðurs Rolling Stones. Fyrirhugaðir eru tvennir stórir tónleikar, annars vegar þann 4. október í Háskólabíói og þann 10. október í Hofi á Akureyri. „Þetta hefur alltaf verið að stækka hjá okkur með hverju árinu. Fyrsta giggið okkar var á Players árið 2009 en nú er það Háskólabíó og Hof,“ bætir Bjössi við. Hljómsveitina Stóns skipa ásamt Bjössa þeir, Bjarni Magnús Sigurðarsson gítarleikari, Birgir Ísleifur Gunnarsson píanóleikari, Karl Daði Lúðvíksson bassaleikari og Frosti Runólfsson trommuleikari, en þeir eru allir vel kunnir tónlistarbransanum. Bjössi er líklega best þekktastur fyrir að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Mínus. Hvort er skemmtilegra að sitja á bak við settið eða vera fremst á sviðinu? „Þetta er ólíkt en bæði ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ekki mikið sungið áður en Stóns var stofnuð, nema bara í sturtu og svona. Andrea Jónsdóttir plötusnúður kenndi mér svo að halda rétt á míkrafóni fyrir fyrsta giggið okkar,“ útskýrir Bjössi. Stóns varð upphaflega til sem einhvers konar grín í partýi. „Ég og Bjarni vorum oftast fíflast í partýjum á árum áður, ég var sagður vera svo líkur Mick Jagger og ákváðum við bara að kýla á alvöru hljómsveit.“ Stóns ætla sér að leika öll helstu lög Rolling Stones og lofa frábærum tónleikum. „Ég lofa geggjuðum tónleikum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira