Er lagið Stairway to Heaven stolið? 19. maí 2014 21:00 Led Zeppelin eru sagðir hafa stolið hluta lagsins Stairway to Heaven. Vísir/Getty Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira