Brendon Todd sigraði Byron Nelson meistaramótið 18. maí 2014 22:04 Todd fagnar góðum fugli á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sigraði á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni. Todd deildi forystunni fyrir lokahringinn á Las Colinas vellinum með Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen og voru þeir á tíu höggum undir pari. Todd gaf þó heldur betur í á lokahringnum og lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari en hann sigraði mótið að lokum með tveggja högga mun. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 140 milljónir í verðlaunafé ásamt því að hann hefur tryggt sér tveggja ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. Oosthuizen fann sig ekki á lokahringnum og lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari, hann endaði jafn í 11. sæti á sex undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir hirti annað sætið í mótinu eftir að hafa endað á samtals 12 höggum undir pari en þessi fyrrum sigurvegari á Masters hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á undanförum árum. Hefur hann meðal annars glímt við meiðsli á olnboga og þurft að fara í tvær aðgerðir vegna þeirra. Hann hafði fyrir mótið um helgina aðeins komist í gegn um niðurskurðinn á þremur mótum af fjórtán á PGA-mótaröðinni á þessu ári en það væri mikið fagnaðarefni ef þessi skemmtilegi kylfingur, sem unnið hefur 15 atvinnumannamót á ferlinum væri að finna sitt gamla form á ný. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sigraði á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni. Todd deildi forystunni fyrir lokahringinn á Las Colinas vellinum með Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen og voru þeir á tíu höggum undir pari. Todd gaf þó heldur betur í á lokahringnum og lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari en hann sigraði mótið að lokum með tveggja högga mun. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 140 milljónir í verðlaunafé ásamt því að hann hefur tryggt sér tveggja ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. Oosthuizen fann sig ekki á lokahringnum og lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari, hann endaði jafn í 11. sæti á sex undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir hirti annað sætið í mótinu eftir að hafa endað á samtals 12 höggum undir pari en þessi fyrrum sigurvegari á Masters hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á undanförum árum. Hefur hann meðal annars glímt við meiðsli á olnboga og þurft að fara í tvær aðgerðir vegna þeirra. Hann hafði fyrir mótið um helgina aðeins komist í gegn um niðurskurðinn á þremur mótum af fjórtán á PGA-mótaröðinni á þessu ári en það væri mikið fagnaðarefni ef þessi skemmtilegi kylfingur, sem unnið hefur 15 atvinnumannamót á ferlinum væri að finna sitt gamla form á ný.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira