Sara Kristjánsdóttir hefur gert tveggja ára samning við FH og mun spila með FH-liðinu í Olís-deild kvenna í handbolta næsta vetur.
Sara verður 22 ára í sumar en hún hefur spilað með Aftureldingu undanfarin ár og varð annar markahæsti leikmaður liðsins með 82 mörk í 21 leik í Olís-deild kvenna á þessu tímabili.
„Þetta er góður dagur fyrir FH. Sara er fjölhæfur leikmaður og sterkur karakter. Það er alveg ljóst að Sara mun vera okkur mikill liðsstyrkur og góður félagi," sagði Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í fréttatilkynningu.
FH endaði sex sætum ofar en Afturelding í vetur en þurfti að hafa fyrir sigrunum í tveimur innbyrðisleikjum liðanna. Sara skoraði samtals tíu mörk í leikjunum tveimur á móti verðandi liðsfélögum í FH.
Sara yfirgefur Mosfellsbæinn - samdi við FH
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


