
Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum

Þetta þýðir að í fyrsta sinn í tólf og aðeins í annað skiptið frá upphafi úrslitakeppninnar verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn hjá bæði konum og körlum.
Í kvöld leika Haukar og ÍBV hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla á Ásvöllum og á laugardaginn mætast síðan Stjarnan og Valur í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna.
Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu úrslitakeppnanna þar sem eru oddaleikir hjá báðum kynjum á sama tímabili en það gerðist síðast vorið 2002.
KA vann þá útisigur á Val í oddaleik hjá körlunum og Haukakonur unnu heimasigur á Stjörnunni í oddaleik hjá konunum. Valskarlar og Stjörnukonur komust í 2-0 í þessum einvígum en töpuðu þremur síðustu leikjum sínum og urðu því að sætta sig við silfur.
Tengdar fréttir

ÍBV kastaði frá sér sigrinum Ásvöllum | Ekkert mark síðustu 7 mínúturnar
Haukar tóku 1-0 forystu gegn ÍBV í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi en Eyjamenn hefðu hæglega getað siglt heim með sigur í farteskinu.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-19 | Haukar í lykilstöðu
Haukar eru komnir í lykilstöðu í einviginu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en þeir unnu þriðja leik liðanna í dag, 26-19. Með sigrinum komust Haukarnir í 2-1 í einvíginu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 25-23 | Eyjamenn jöfnuðu
Eyjamenn jöfnuðu úrslitaeinvígið á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld eftir tveggja marka sigur í öðrum leiknum í Vestmannaeyjum, 25-23.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Haukar 27-20 | Haukar komust ekki í gegnum Heimaklett
Það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. ÍBV jafnaði einvígið gegn Haukum í kvöld í 2-2 og það verður því allt undir í oddaleik að Ásvöllum á fimmtudag. Vörn ÍBV í síðari hálfleik var hreint ótrúleg og Haukar áttu engin svör.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-23 | Valur jafnaði metin
Valskonur jöfnuðu metin í lokaúrslitum Olís deildar kvenna með tveggja marka sigri á Stjörnunni í tvíframlengdum leik.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn.

Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur?
Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 22-20 | Deildarmeistararnir komnir yfir
Stjarnan vann Val 22-20 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í Mýrinni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-8.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23
Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn.

Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik
Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær.