Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, fékk í vetur góð ráð frá Paul Scholes um hvað hann þyrfti helst að gera til þess að bæta sinn leik.
Manchester United maðurinn Paul Scholes gagnrýndi Wilshere í mars og sagði hann ekki hafa bætt sig nógu mikið síðan að hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal árið 2008.
„Hann hafði að vissu leyti rétt fyrir sér," sagði Jack Wilshere við BBC en Wilshere spilaði sinn fyrsta landsleik þegar hann var aðeins átján ára gamall. Wilshere er 22 ára í dag og á leiðinni á HM í Brasilíu með enska landsliðinu.
„Við áttum saman gott spjall. Hann útskýrði betur skoðun sína og sagði mér hvað ég ætti að vinna með til að verða betri," sagði Wilshere.
Paul Scholes er að margra mati einn allra besti miðjumaður sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni en hann vann meðal annars ellefu Englandsmeistaratitla með liði Manchester United.
Wilshere fékk góð ráð frá Scholes
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
