Adam Scott fellir Tiger af toppi heimslistans Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2014 19:29 Já, nú er ég bara á leiðinni á toppinn, Tiger. Vísir/Getty Adam Scott fellir Tiger Woods af toppi heimslistans í golfi en Ástralinn verður í efsta sætinu þegar nýr listi verður birtur á mánudaginn. Scott hefur fengið fjögur tækifæri á undanförnum vikum til að hirða efsta sætið af Tiger en aldrei tekist það. Þeir eru báðir í fríi þessa vikuna en Scott nær fyrsta sætinu án þess að spila. Adam Scott væri nú þegar kominn á toppinn ef hann hefði sleppt því að keppa á Players-mótinu um síðustu helgi en hann lét það auðvitað ekki framhjá sér fara. Players-mótið er oft kallað fimmta risamótið og þar vilja allir spila. „Það er gaman að komast á toppinn. Ef ég hefði aldrei náð efsta sætinu á ferlinum hefði ég orðið svekktur. En aftur á móti vil ég miklu frekar vinna opna bandaríska mótið og komast aldrei í toppsætið. Þannig er það bara,“ segir Scott sem er alveg sama þó hann sé að ná efsta sætinu án þess að spila. Scott verður fyrsti Ástralinn sem trónir á toppi heimslistans síðan Greg Norman, „hvíti hákarlinn“, var á toppnum í 331 viku á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir Players-mótið um síðustu helgi gátu fjórir kylfingar, Adam Scott, HenrikStenson, Bubba Watson og MattKuchar, allir náð efsta sæti heimslistans en engum tókst það. Kuchar er sá eini af fjórmenningunum sem spilar á Byron Nelson-mótinu um helgina en hann þarf 53 stig til þess að fella Tiger af stalli. Hann fær þó í mesta lagi 40 stig vinni hann mótið og því er ómögulegt fyrir hann að komast í efsta sætið. Þetta er í þrettánda skiptið sem kylfingur kemst á topp heimslistans án þess að spila en það hefur komið fyrir Tiger í tvígang. Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Adam Scott fellir Tiger Woods af toppi heimslistans í golfi en Ástralinn verður í efsta sætinu þegar nýr listi verður birtur á mánudaginn. Scott hefur fengið fjögur tækifæri á undanförnum vikum til að hirða efsta sætið af Tiger en aldrei tekist það. Þeir eru báðir í fríi þessa vikuna en Scott nær fyrsta sætinu án þess að spila. Adam Scott væri nú þegar kominn á toppinn ef hann hefði sleppt því að keppa á Players-mótinu um síðustu helgi en hann lét það auðvitað ekki framhjá sér fara. Players-mótið er oft kallað fimmta risamótið og þar vilja allir spila. „Það er gaman að komast á toppinn. Ef ég hefði aldrei náð efsta sætinu á ferlinum hefði ég orðið svekktur. En aftur á móti vil ég miklu frekar vinna opna bandaríska mótið og komast aldrei í toppsætið. Þannig er það bara,“ segir Scott sem er alveg sama þó hann sé að ná efsta sætinu án þess að spila. Scott verður fyrsti Ástralinn sem trónir á toppi heimslistans síðan Greg Norman, „hvíti hákarlinn“, var á toppnum í 331 viku á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir Players-mótið um síðustu helgi gátu fjórir kylfingar, Adam Scott, HenrikStenson, Bubba Watson og MattKuchar, allir náð efsta sæti heimslistans en engum tókst það. Kuchar er sá eini af fjórmenningunum sem spilar á Byron Nelson-mótinu um helgina en hann þarf 53 stig til þess að fella Tiger af stalli. Hann fær þó í mesta lagi 40 stig vinni hann mótið og því er ómögulegt fyrir hann að komast í efsta sætið. Þetta er í þrettánda skiptið sem kylfingur kemst á topp heimslistans án þess að spila en það hefur komið fyrir Tiger í tvígang.
Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira