Fylkir vann ÍA, 1-0, í nýliðaslagnum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á Akranesi í kvöld en með leiknum lauk fyrstu umferð deildarinar.
Carys Hawkins skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Rut Kristjánsdóttur í netið.
Skömmu áður fékk ÍA dauðafæri til að komast yfir en Maren Leósdóttir skaut þá í stöng og Ingunn Dögg Eiríksdóttir fylgdi á eftir en tókst ekki að skora.
Fátt markvert gerðist í seinni fyrir utan það að HermannHreiðarsson, eiginmaður Rögnu Lóu Stefándóttur, þjálfara Fylkis, fékk tiltal frá dómara leiksins en hann var í liðsstjórn Fylkisliðsins.
Árbæingar byrja á sigri og eru með þrjú stig líkt og FH, Breiðablik og Selfoss en Skagakonur eru án stiga eftir fyrstu umferðina.
Fylkir lagði ÍA á Skaganum í nýliðaslag
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


