Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Meistararnir töpuðu í fyrsta leik Anton Ingi Leifsson í Fífunni skrifar 13. maí 2014 12:02 Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum í fyrsta leik. Vísir/Valli Íslandsmeistarar Stjörnunnar, sem töpuðu ekki stigi allt síðasta sumar, töpuðu fyrir Blikum í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna.Aldís Kara Lúðvíksdóttir tryggði Blikum sigur með marki í síðari hálfleik en þessi stórleikur var þó ekki mikið fyrir augað. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill, vægast sagt. Stjörnuliðið var meira með boltann, en þær reyndu mikið af löngum boltum inn fyrir vörn Blika. Það gekk ágætlega á köflum, en ekki nægilega vel til að skora. Besta færi fyrri hálfleiks kom strax á fimmtu mínútu þegar Sigrún Ella Einarsdóttir átti skot að marki eftir ævintýralegan varnarleik Blika. Ásta Eir Árnadóttir náði þó að koma sér á línuna og koma í veg fyrir að gestirnir tækju forystuna snemma.Glódís Perla átti ágætan skalla á 30. mínútu eftir ágætis sókn gestanna úr Garðarbæ, en ekki gerðist mikið meira en það í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu hálffæri, ef hálffæri skyldi kalla. Virkilega leiðinlegur fyrri hálfleikur að baki.Hlynur Eiríksson, þjálfari Blika, gerði strax tvær skiptingar í hálfleik og ljóst að hann var ekki alveg sáttur með leik sinna stúlkna í fyrri hálfleik. Hann breytti einnig um leikkerfi, en hann hafði spilað með tígulmiðju í fyrri hálfleik. Hann fór í 4-3-3 í þeim síðari og það átti eftir að skila sér. Eftir einungis fimm mínútur í síðari hálfleik gáfu Stjörnustúlkur einfaldlega Aldísi Köru boltann og hún var sloppin ein í gegn. Aldís Kara lætur ekki bjóða sér slík færi tvisvar og kom Blikum yfir, 1-0. Einungis fimm mínútum síðar fékk Sigrún Ella algjört dauðafæri. Hún fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina, setti boltann í gegnum klofið á Sonný, markverði Blika, en boltinn framhjá. Gestirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Ásgerður Stefanía átti til að mynda þrumuskot í stöngina, en allt kom fyrir ekki og Blikastúlkur fögnuðu gífurlega sigrinum í leikslok. Leikurinn var mjög jafn og erfitt að segja um hvort liðið hafi verið betri aðilinn. Stjörnustúlkur voru meira með boltann, en reyndu mikið af löngum sendingum inn fyrir vörnina sem skiluðu nokkrum færum í fyrri hálfleik en ekki mikið í þeim síðari. Blikastúlkur sóttu hratt og spiluðu vel skipulagðan varnarleik sem skilaði góðum 1-0 sigri. Einhver sagði að 1-0 væru bestu sigrarnir og Blikarnir taka himinlifandi við þessum þremur stigum. Ólafur Þór: Gefum þeim klaufalegt mark„Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggumst við. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum, en svona fór í dag," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, en þetta var hans fyrsti Pepsi-deildar leikur með félagið sem þjálfari. „Við gefum þeim klaufalegt mark, en þetta er engum einum að kenna. Ein sóknarmistök gilda jafn mikið og þegar við klúðrum færunum frammi og það er liðið sem tapar." „Við fengum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það sem skildi á milli liðanna í dag var að þær nýttu færin sem þær fengu en við ekki." Stjarnan spilaði mikið af löngum boltum inn fyrir vörn Blika, en Ólafur sagði að það hefði verið uppleggið: „Það er rétt. Við lögðum upp með að setja boltann aftur fyrir vörn andstæðingana og reyna vinna okkur út frá því. Það gekk ágætlega." „Þetta er bara fyrsti leikurinn í mótinu og það var alveg klárt að það yrði hörkuleikur. Við þurfum bara halda áfram að vinna í okkar málum," sagði Ólafur Þór í leikslok. Hlynur Eiríksson: Frábært að vinna meistarana „Ég er alveg himinlifandi með þennan sigur. Það er algjörlega frábært að vinna meistarana hérna í fyrsta leik," sagði kampakátur Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í leikslok. „Við börðumst allan leikinn og mér fannst við spila vel. Við vörðumst vel einnig og vorum að spila gegn feyknasterku Stjörnuliði. Harpa er geysilega öflug þarna frammi og varnarmenn mínir leystu það mjög vel að eiga við svona frábæran framherja." „Mér fannst gaman að sjá hversu rólegar og yfirvegaðar við vorum í vörninni þegar við leiddum 1-0. Við fengum nokkur tækifæri til að refsa þeim, en gerðum ekki. Við hefðum geta gert aðeins betur þar, en ég er mjög ánægður með 1-0 sigur." Hlynur gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik og aðspurður hvort hún hafi verið taktísk svaraði Hlynur: „Nei, hún var það ekki. Þetta var eiginlega ákveðið fyrir fram að skipta þessum leikmönnum inn á og útaf. Þetta eru ólíkir leikmenn." Hlynur segir þó að sínar stúlkur þurfa að halda áfram að gera það sem þær gerðu vel í leiknum í dag: „Þetta var algjörlega frábær sigur, en núna þurfum við að halda haus og halda áfram að gera vel. Þessi sigur telur ekki neitt, ef við gerum skítum á okkur í næsta leik," sagði Hlynur Eiríksson, þjálfari Blika, við Vísi í leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar, sem töpuðu ekki stigi allt síðasta sumar, töpuðu fyrir Blikum í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna.Aldís Kara Lúðvíksdóttir tryggði Blikum sigur með marki í síðari hálfleik en þessi stórleikur var þó ekki mikið fyrir augað. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill, vægast sagt. Stjörnuliðið var meira með boltann, en þær reyndu mikið af löngum boltum inn fyrir vörn Blika. Það gekk ágætlega á köflum, en ekki nægilega vel til að skora. Besta færi fyrri hálfleiks kom strax á fimmtu mínútu þegar Sigrún Ella Einarsdóttir átti skot að marki eftir ævintýralegan varnarleik Blika. Ásta Eir Árnadóttir náði þó að koma sér á línuna og koma í veg fyrir að gestirnir tækju forystuna snemma.Glódís Perla átti ágætan skalla á 30. mínútu eftir ágætis sókn gestanna úr Garðarbæ, en ekki gerðist mikið meira en það í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu hálffæri, ef hálffæri skyldi kalla. Virkilega leiðinlegur fyrri hálfleikur að baki.Hlynur Eiríksson, þjálfari Blika, gerði strax tvær skiptingar í hálfleik og ljóst að hann var ekki alveg sáttur með leik sinna stúlkna í fyrri hálfleik. Hann breytti einnig um leikkerfi, en hann hafði spilað með tígulmiðju í fyrri hálfleik. Hann fór í 4-3-3 í þeim síðari og það átti eftir að skila sér. Eftir einungis fimm mínútur í síðari hálfleik gáfu Stjörnustúlkur einfaldlega Aldísi Köru boltann og hún var sloppin ein í gegn. Aldís Kara lætur ekki bjóða sér slík færi tvisvar og kom Blikum yfir, 1-0. Einungis fimm mínútum síðar fékk Sigrún Ella algjört dauðafæri. Hún fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina, setti boltann í gegnum klofið á Sonný, markverði Blika, en boltinn framhjá. Gestirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Ásgerður Stefanía átti til að mynda þrumuskot í stöngina, en allt kom fyrir ekki og Blikastúlkur fögnuðu gífurlega sigrinum í leikslok. Leikurinn var mjög jafn og erfitt að segja um hvort liðið hafi verið betri aðilinn. Stjörnustúlkur voru meira með boltann, en reyndu mikið af löngum sendingum inn fyrir vörnina sem skiluðu nokkrum færum í fyrri hálfleik en ekki mikið í þeim síðari. Blikastúlkur sóttu hratt og spiluðu vel skipulagðan varnarleik sem skilaði góðum 1-0 sigri. Einhver sagði að 1-0 væru bestu sigrarnir og Blikarnir taka himinlifandi við þessum þremur stigum. Ólafur Þór: Gefum þeim klaufalegt mark„Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggumst við. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum, en svona fór í dag," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, en þetta var hans fyrsti Pepsi-deildar leikur með félagið sem þjálfari. „Við gefum þeim klaufalegt mark, en þetta er engum einum að kenna. Ein sóknarmistök gilda jafn mikið og þegar við klúðrum færunum frammi og það er liðið sem tapar." „Við fengum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það sem skildi á milli liðanna í dag var að þær nýttu færin sem þær fengu en við ekki." Stjarnan spilaði mikið af löngum boltum inn fyrir vörn Blika, en Ólafur sagði að það hefði verið uppleggið: „Það er rétt. Við lögðum upp með að setja boltann aftur fyrir vörn andstæðingana og reyna vinna okkur út frá því. Það gekk ágætlega." „Þetta er bara fyrsti leikurinn í mótinu og það var alveg klárt að það yrði hörkuleikur. Við þurfum bara halda áfram að vinna í okkar málum," sagði Ólafur Þór í leikslok. Hlynur Eiríksson: Frábært að vinna meistarana „Ég er alveg himinlifandi með þennan sigur. Það er algjörlega frábært að vinna meistarana hérna í fyrsta leik," sagði kampakátur Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í leikslok. „Við börðumst allan leikinn og mér fannst við spila vel. Við vörðumst vel einnig og vorum að spila gegn feyknasterku Stjörnuliði. Harpa er geysilega öflug þarna frammi og varnarmenn mínir leystu það mjög vel að eiga við svona frábæran framherja." „Mér fannst gaman að sjá hversu rólegar og yfirvegaðar við vorum í vörninni þegar við leiddum 1-0. Við fengum nokkur tækifæri til að refsa þeim, en gerðum ekki. Við hefðum geta gert aðeins betur þar, en ég er mjög ánægður með 1-0 sigur." Hlynur gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik og aðspurður hvort hún hafi verið taktísk svaraði Hlynur: „Nei, hún var það ekki. Þetta var eiginlega ákveðið fyrir fram að skipta þessum leikmönnum inn á og útaf. Þetta eru ólíkir leikmenn." Hlynur segir þó að sínar stúlkur þurfa að halda áfram að gera það sem þær gerðu vel í leiknum í dag: „Þetta var algjörlega frábær sigur, en núna þurfum við að halda haus og halda áfram að gera vel. Þessi sigur telur ekki neitt, ef við gerum skítum á okkur í næsta leik," sagði Hlynur Eiríksson, þjálfari Blika, við Vísi í leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn