
Tónlist
Pollslakir Pollapönkarar
Hér að ofan má sjá og heyra lagið No Prejudice í flutningi Pollapönks, en um er að ræða rólegri útgáfu af laginu en fólk hefur vanist. Nýja útgáfan er ákaflega smekkleg og gefur fólki alveg nýja sýn á lagið.
Myndbandið var tekið upp á litlum bát í Eyjafirðinum að næturlagi og á myndbandið vel við nýja útgáfu lagsins.
Lagið No Prejudice hefur vakið mikla athygli enda framlag Íslands í Eurovision-keppninni sem fram fór um liðna helgi en lagið endaði í 15. sæti keppninnar.