Valur biður Florentinu afsökunar á trúðsummælum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 11:26 Forentina Stanciu hefur leikið vel í einvíginu gegn Val. Vísir/Daníel Valsmenn vilja biðja Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar, afsökunar á uppnefni sem hún er kölluð í pistli á heimasíðu félagsins sem var ritaður eftir annan leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er landsliðsmarkvörðurinn kallaður trúður í umræddum pistli vegna þess að hún „baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met“ þegar hún ver skot. „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ sagði í pistlinum um annan leik liðanna sem hefur nú verið breytt. Valsmenn hafa ritað afsökunarbeiðni til Florentinu á heimasíðu sína en þar segir að slík uppnefni séu ekki í anda félagsins. „Þau mistök áttu sér stað af hendi Valsara, í pistli á heimasíðu Vals, að markvörður Stjörnunnar í handbolta, Florentina Stanciu, var kölluð trúður. Eru þessi skrif ekki í anda þeirrar háttvísi sem Knattspyrnufélagið Valur vill hafa að leiðarljósi. Florentina er því hér með beðin innilegrar afsökunar á þessum mistökum,“ segir í afsökunarbeiðni Valsara. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Stjörnuna en þau mætast í fjórða leiknum í Vodafonehöllinni á miðvikudagskvöldið. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Valsmenn fara óskemmtilegum orðum um Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í handbolta, á heimasíðu sinni en liðin eigast við í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. 12. maí 2014 10:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Valsmenn vilja biðja Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar, afsökunar á uppnefni sem hún er kölluð í pistli á heimasíðu félagsins sem var ritaður eftir annan leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er landsliðsmarkvörðurinn kallaður trúður í umræddum pistli vegna þess að hún „baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met“ þegar hún ver skot. „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ sagði í pistlinum um annan leik liðanna sem hefur nú verið breytt. Valsmenn hafa ritað afsökunarbeiðni til Florentinu á heimasíðu sína en þar segir að slík uppnefni séu ekki í anda félagsins. „Þau mistök áttu sér stað af hendi Valsara, í pistli á heimasíðu Vals, að markvörður Stjörnunnar í handbolta, Florentina Stanciu, var kölluð trúður. Eru þessi skrif ekki í anda þeirrar háttvísi sem Knattspyrnufélagið Valur vill hafa að leiðarljósi. Florentina er því hér með beðin innilegrar afsökunar á þessum mistökum,“ segir í afsökunarbeiðni Valsara. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Stjörnuna en þau mætast í fjórða leiknum í Vodafonehöllinni á miðvikudagskvöldið.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Valsmenn fara óskemmtilegum orðum um Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í handbolta, á heimasíðu sinni en liðin eigast við í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. 12. maí 2014 10:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Valsmenn fara óskemmtilegum orðum um Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í handbolta, á heimasíðu sinni en liðin eigast við í lokaúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. 12. maí 2014 10:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01