Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 10:15 Florentina Stanciu og stöllur hennar í Stjörnunni eru einum sigri frá þeim stóra. Vísir/Daníel Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01