Ellefu af tólf liðum úr Pepsi-deildinni tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikar karla í vikunni og settu þar með nýtt met í keppninni.
Aldrei fyrr hafa verið svona mörg lið úr úrvalsdeild í 16-liða úrslitunum en fjölgað var upp í tólf lið í úrvalsdeild karla fyrir sex árum.
Öll tíu liða efstu deildar hafa nokkrum sinnum komist í sextán liða úrslitin en þetta er í fyrsta sinn sem aðeins fimm lið utan úrvalsdeildar karla eru í pottinum þegar dregnir eru út átta leikir 16-liða úrslitanna.
FH var eina úrvalsdeildarliðið sem datt úr leik en liðið tapaði 0-1 á móti KR í eina Pepsi-deildar slag 32 liða úrslitanna.
Auk liðanna ellefu úr Pepsi-deildinni verða í pottinum þrjú 1. deildarlið, eitt lið úr 2. deild og eitt lið úr 3. deild.
Lið úr efstu deild í 16 liða úrslitum
(Frá 2008 þegar fjölgað var í tólf lið í úrvalsdeild karla)
2008 - 10 (öll nema ÍA og Þróttur)
2009 - 8 (Fjölnir, Þróttur og Stjarnan)
2010 - 8 (ÍBV, Selfoss, Breiðablik, Haukar)
2011 - 10 (Fylkir, Stjarnan)
2012 - 9 (FH, ÍA, Keflavík)
2013 - 9 (Keflavík, Valur, Þór)
2014 - 11 (FH)
Liðin 16 sem eru komin áfram:
Pepsi-deild: Breiðablik, Fram, ÍBV, Þór, Valur, Fylkir, Stjarnan, Fjölnir, KR, Keflavík, Víkingur
1. deild: Þróttur R., KV, BÍ/Bolungarvík
2. deild: ÍR
3. deild: Hamar
Aldrei jafn mörg úrvalsdeildarlið í pottinum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



