Allt sem að þú veitir athygli vex og dafnar Rikka skrifar 30. maí 2014 10:00 Mynd/salka Guðni Gunnarsson jógameistari og heilsufrömuður vaknar fyrr en flestir á morgnana og setur ekkert ofan í sig sem þjónar ekki tilgangi fyrir líkama eða sál. Hann hefur skrifað fjölda bóka, haldið námskeið sem byggja upp mannsandann og hannað fjölhæft jógakerfi sem stundað er að krafti bæði hérlendis og erlendis. Okkur á Heilsuvísi lék forvitni á að vita hvernig að Guðni færi að því að koma svo miklu í verk á degi hverjum. „Ég elska þig Guðni"„Dagurinn min hefst flesta daga kl. 04:25, ég rís úr rekkju og um leið og ég sé bláu inniskóna mína þá segi ég af mismikilli innlifun "ég elska þig Guðni" næst er haldið í eldhúsið. Það fyrsta sem ég framkvæmi þar er að fá mér fulla matskeið af lífrænni kókosolíu sem ég set í munn mér og svissa um munnin á meðan ég set pistla á facebook og svara pósti ef þess er þörf." Segir Guðni. „Næst drekk ég tvö stór glös af volgu vatni sem ég sauð kvöldið áður, í annað glasið fara 20 grapefruit extract dropar. Nú hita ég vatnið aftur og útbý sítrónuvatn úr hálfri sítrónu og fjórðung af lime. Þetta sítrónuvatn er ég síðan að sötra á meðan ég framkvæmi morgunæfingar mínar sem samanstanda af sérstökum öndunaræfingum úr Mætti athyglinnar, superbrain yoga og upphífingum. Næst er það hreinlætið, raksturinn og sturtan og síðan morgundrykkurinn minn sem er síbreytilegur og alltaf hollur og næringarríkur. Innbyrðir ekkert sem þjónar ekki tilgangi ástar og heilsu Guðni hugar vel að því sem að hann setur ofan í sig og kallar mataræðið sitt ,,ef að það fer upp í mig þá er það ást.” Mataræðið gengur út á að innbyrða ekkert sem þjónar ekki tilgangi ástar og heilsu. „Ég neyti aðalega lifandi og lífrænni fæðu og eins lítið af eyðilagðri fæðu eins og ég kemst af með. Ég borða helst ekki sykur, hveiti, litarefni, bragðefni, kekkefni eða önnur geymslu og útlitsfegrandi efni. Ég sneiði eins mikið og hægt er framhjá tilbúnum eða verksmiðjuframleiddum mat. Sem sagt, aðaláherslan er á lífrænum vörum eins og óunnu lambakjöti, fiski og miklu grænmeti, möndlur, fræ og lítilsháttar af ávöxtum.” segir Guðni. Mynd/ropeyoga.is Jóga er mannbætandi líkamsræktGuðni er höfundur glómotion rope yoga kerfisins og hefur kennt það bæði hérlendis sem og erlendis. Glómotion kerfið er mjög fjölhæft og samanstendur af glomotion kviður, flæðisæfingum, öndunaræfingum, mótstöðuæfingum, stöðum, djúpteygjum, slökun, athyglisæfingum og hugleiðslu. Allar æfingar miðast við skynsemi og umhyggju fyrir líkamanum og að æfingarnar séu framkvæmdar í vitund. „ Allt sem við veitum athygli vex og dafnar og þegar við erum í vitund við æfingar þá margfaldast árangurinn.” segir Guðni. „Jóga þýðir eining og gengur út á að iðka jafnvægi og samhljóm í eigin tilvist og hafa þannig áhrif á nær umhverfi sitt og þannig heiminn. Við getum hvorki gefið eða þegið umfram heimild þ.e. velsæld er samnefnari getu okkar til að þyggja og veita ást af einlægni. Í jóga er leitast við að vakna til vitundar um að allt er orka og að orka eyðist ekki en við getum varið henni viljandi eða óviljandi þegar við erum ábyrg. Máttugur er mættur maður því hann getur valið að valda tilvist sinni í vitund. Manneskja sem er í vitund, veit að ef hún hugsar um það sem hún vill ekki – þá er hún að laða það að sér og þar með að vilja það. Án einingar erum við tvístruð og fjarverandi. Jóga er öflug leið til að iðka heilrækt og er í senn mannbætandi og öflug líkamsrækt.”Mynd/gettyimagesEinstakt tækifæri til að vakna til vitundar Í október kemur Guðni til með að leiða hóp fólks til Balí þar sem gengin verða mannbótarskrefin 7, sem er tækni og heimspeki sem Guðni hefur þróað á undanförnum árum og kynnt á Íslandi á Rope Yoga Setrinu undir heitinu Máttur athyglinnar.„Ferðin til Balí verður bæði krefjandi og unaðsleg. Balí er hin fullkomna vagga fyrir þá vinnu og heimspeki sem ég stend fyrir og mun ég leiða þáttakendur í gegnum með huglægum, andlegum, líkamlegum æfingum og ýmsum ævintýrum tengdum skrefunum sjö. Ferðin er hugsuð sem einstakt tækifæri til að vakna til vitundar, verða ábyrgur fyrir orku sinni og hvernig henni er varið. Þetta er fyrir alla jafnt byrjendur eða lengra komna þar sem umhverfið verðu nýtt til að hámarka upplifun, árangur og ánægju.” Samhliða spennandi dagskrá byggða á skrefunum sjö og mætti athyglinnar gefst fólki tækifæri til að kynnast Balí á eigin nótum, njóta sín í einstöku umhverfi seiðandi náttúrufegurðar og framandi menningar. „Það kemur mörgum á óvart hversu ósnortin og afskekkt Balí er í raun. Þar hafa viðhaldist hefðir og rótgróið trúarlíf á eins látlausan hátt. Þrátt fyrir að Balíbúar hafi tekið stór og djörf skref inn í "nútímann" á fáum áratugum virðast þeir ekki hafa fórnað hinum sterku og einstöku hefðum sínum." Í ferðinni gefst ferðalöngum tækifæri til að kynnast dularfullri og seiðandi menningu eyjarskeggja, sjá dans barongskrímslanna, hlusta á bambus-sílófóna, láta dáleiðast af þokkafullum fingrum og stjörfum augum legong-dansaranna, falla í djúpan trans með kecakdanshópi eða færa hindúaguðinum Visnú fórnir.Allar nánari upplýsingar um ferðina má finna á heimasíðu Óríental Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Guðni Gunnarsson jógameistari og heilsufrömuður vaknar fyrr en flestir á morgnana og setur ekkert ofan í sig sem þjónar ekki tilgangi fyrir líkama eða sál. Hann hefur skrifað fjölda bóka, haldið námskeið sem byggja upp mannsandann og hannað fjölhæft jógakerfi sem stundað er að krafti bæði hérlendis og erlendis. Okkur á Heilsuvísi lék forvitni á að vita hvernig að Guðni færi að því að koma svo miklu í verk á degi hverjum. „Ég elska þig Guðni"„Dagurinn min hefst flesta daga kl. 04:25, ég rís úr rekkju og um leið og ég sé bláu inniskóna mína þá segi ég af mismikilli innlifun "ég elska þig Guðni" næst er haldið í eldhúsið. Það fyrsta sem ég framkvæmi þar er að fá mér fulla matskeið af lífrænni kókosolíu sem ég set í munn mér og svissa um munnin á meðan ég set pistla á facebook og svara pósti ef þess er þörf." Segir Guðni. „Næst drekk ég tvö stór glös af volgu vatni sem ég sauð kvöldið áður, í annað glasið fara 20 grapefruit extract dropar. Nú hita ég vatnið aftur og útbý sítrónuvatn úr hálfri sítrónu og fjórðung af lime. Þetta sítrónuvatn er ég síðan að sötra á meðan ég framkvæmi morgunæfingar mínar sem samanstanda af sérstökum öndunaræfingum úr Mætti athyglinnar, superbrain yoga og upphífingum. Næst er það hreinlætið, raksturinn og sturtan og síðan morgundrykkurinn minn sem er síbreytilegur og alltaf hollur og næringarríkur. Innbyrðir ekkert sem þjónar ekki tilgangi ástar og heilsu Guðni hugar vel að því sem að hann setur ofan í sig og kallar mataræðið sitt ,,ef að það fer upp í mig þá er það ást.” Mataræðið gengur út á að innbyrða ekkert sem þjónar ekki tilgangi ástar og heilsu. „Ég neyti aðalega lifandi og lífrænni fæðu og eins lítið af eyðilagðri fæðu eins og ég kemst af með. Ég borða helst ekki sykur, hveiti, litarefni, bragðefni, kekkefni eða önnur geymslu og útlitsfegrandi efni. Ég sneiði eins mikið og hægt er framhjá tilbúnum eða verksmiðjuframleiddum mat. Sem sagt, aðaláherslan er á lífrænum vörum eins og óunnu lambakjöti, fiski og miklu grænmeti, möndlur, fræ og lítilsháttar af ávöxtum.” segir Guðni. Mynd/ropeyoga.is Jóga er mannbætandi líkamsræktGuðni er höfundur glómotion rope yoga kerfisins og hefur kennt það bæði hérlendis sem og erlendis. Glómotion kerfið er mjög fjölhæft og samanstendur af glomotion kviður, flæðisæfingum, öndunaræfingum, mótstöðuæfingum, stöðum, djúpteygjum, slökun, athyglisæfingum og hugleiðslu. Allar æfingar miðast við skynsemi og umhyggju fyrir líkamanum og að æfingarnar séu framkvæmdar í vitund. „ Allt sem við veitum athygli vex og dafnar og þegar við erum í vitund við æfingar þá margfaldast árangurinn.” segir Guðni. „Jóga þýðir eining og gengur út á að iðka jafnvægi og samhljóm í eigin tilvist og hafa þannig áhrif á nær umhverfi sitt og þannig heiminn. Við getum hvorki gefið eða þegið umfram heimild þ.e. velsæld er samnefnari getu okkar til að þyggja og veita ást af einlægni. Í jóga er leitast við að vakna til vitundar um að allt er orka og að orka eyðist ekki en við getum varið henni viljandi eða óviljandi þegar við erum ábyrg. Máttugur er mættur maður því hann getur valið að valda tilvist sinni í vitund. Manneskja sem er í vitund, veit að ef hún hugsar um það sem hún vill ekki – þá er hún að laða það að sér og þar með að vilja það. Án einingar erum við tvístruð og fjarverandi. Jóga er öflug leið til að iðka heilrækt og er í senn mannbætandi og öflug líkamsrækt.”Mynd/gettyimagesEinstakt tækifæri til að vakna til vitundar Í október kemur Guðni til með að leiða hóp fólks til Balí þar sem gengin verða mannbótarskrefin 7, sem er tækni og heimspeki sem Guðni hefur þróað á undanförnum árum og kynnt á Íslandi á Rope Yoga Setrinu undir heitinu Máttur athyglinnar.„Ferðin til Balí verður bæði krefjandi og unaðsleg. Balí er hin fullkomna vagga fyrir þá vinnu og heimspeki sem ég stend fyrir og mun ég leiða þáttakendur í gegnum með huglægum, andlegum, líkamlegum æfingum og ýmsum ævintýrum tengdum skrefunum sjö. Ferðin er hugsuð sem einstakt tækifæri til að vakna til vitundar, verða ábyrgur fyrir orku sinni og hvernig henni er varið. Þetta er fyrir alla jafnt byrjendur eða lengra komna þar sem umhverfið verðu nýtt til að hámarka upplifun, árangur og ánægju.” Samhliða spennandi dagskrá byggða á skrefunum sjö og mætti athyglinnar gefst fólki tækifæri til að kynnast Balí á eigin nótum, njóta sín í einstöku umhverfi seiðandi náttúrufegurðar og framandi menningar. „Það kemur mörgum á óvart hversu ósnortin og afskekkt Balí er í raun. Þar hafa viðhaldist hefðir og rótgróið trúarlíf á eins látlausan hátt. Þrátt fyrir að Balíbúar hafi tekið stór og djörf skref inn í "nútímann" á fáum áratugum virðast þeir ekki hafa fórnað hinum sterku og einstöku hefðum sínum." Í ferðinni gefst ferðalöngum tækifæri til að kynnast dularfullri og seiðandi menningu eyjarskeggja, sjá dans barongskrímslanna, hlusta á bambus-sílófóna, láta dáleiðast af þokkafullum fingrum og stjörfum augum legong-dansaranna, falla í djúpan trans með kecakdanshópi eða færa hindúaguðinum Visnú fórnir.Allar nánari upplýsingar um ferðina má finna á heimasíðu Óríental
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira