Breiðablik eldaði markasúpu í Fífunni í kvöld en liðið gjörsamlega niðurlægði FH með 13-0 sigri í Pepsi-deild kvenna í fótbolta. FH var fyrir leikinn búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni en beið afhroð gegn meistarakandídötum Blika í kvöld.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði fjögur mörk fyrir Breiðablik og RakelHönnudóttir þrjú. Blikar komust yfir strax á annarri mínútu leiksins með marki FanndísarFriðriksdóttur en staðan var orðin 5-0 eftir 19 mínútur og var 8-0 í hálfleik.
Selfoss er komið á blað í Pepsi-deild kvenna en liðið vann sinn fyrsta sigur í kvöld. Selfoss vann Aftureldingu, 3-0, þar sem GuðmundaBrynjaÓladóttir skoraði tvö mörk og Dagný Brynjarsdóttir eitt mark.
Þá vann Valur nýliða ÍA, 3-0, á Skaganum þar sem Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk og Katrín Gylfadóttir eitt mark.
Stjarnan vann svo Fylki, 3-0, með þrennu frá MaeganKelly en nánar má lesa um leikinn hér.
Úrslit kvöldsins og markaskorarar:
Afturelding - Selfoss 0-3
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (20.), 0-2 Dagný Brynjarsdóttir (24), 0-3 Guðmunda Brynja Óladóttir (65.).
ÍA - Valur 0-3
0-1 Katrín Gylfadóttir (2.). 0-2 Elín Metta Jensen (26.), 0-3 Elín Metta Jensen (57.)
Breiðablik - FH 13-0
1-0 Fanndís Friðriksdóttir (2.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (6.), 3-0 Rakel Hönnudóttir (13.), 4-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (16.), 5-0 Hlín Gunnlaugsdóttir (19.), 6-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (27.), 7-0 Rakel Hönnudóttir (44.), 8-0 Hlín Gunnlaugsdóttir (45.), 9-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (48.), 10-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (58.), 11-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (64.), 12-0 Rakel Hönnudóttir (71.), 13-0 Ekki vitað (71.).
Stjarnan - Fylkir 3-0
1-0 Maegan Kelly (57.), 2-0 Maegan Kelly (72.), 3-0 Maegan Kelly (88.).
Markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
