Sjáið fyrstu tónleika Rolling Stones eftir andlát L'Wren Scott Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2014 16:00 Hljómsveitin Rolling Stones spilaði í Telenor Arena nálægt Ósló í Noregi í gærkvöldi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð. Sveitin eyddi viku í Ósló að æfa fyrir tónleikana en Mick minntist ekki einu orði á kærustu sína heitna á tónleikunum. Aðdáendur fengu að kjósa um eitt lag sem þeir vildu heyra á tónleikunum og það endaði með því að sveitin tók lagið Let's Spend the Night Together í fyrsta sinn síðan árið 2007. Rolling Stones hafði einmitt ekki spilað í Noregi síðan árið 2007 en gestir á tónleikunum í Telenor Arena voru alls 23 þúsund talsins. L'Wren fannst látin í íbúð sinni í New York um miðjan mars en þau Mick höfðu verið par síðan árið 2001. Í kjölfarið frestaði Rolling Stones sjö tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á tónleikaferðalagi sínu. Sveitin heldur tónleikana sem hún frestaði í október og nóvember á þessu ári. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Rolling Stones spilaði í Telenor Arena nálægt Ósló í Noregi í gærkvöldi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð. Sveitin eyddi viku í Ósló að æfa fyrir tónleikana en Mick minntist ekki einu orði á kærustu sína heitna á tónleikunum. Aðdáendur fengu að kjósa um eitt lag sem þeir vildu heyra á tónleikunum og það endaði með því að sveitin tók lagið Let's Spend the Night Together í fyrsta sinn síðan árið 2007. Rolling Stones hafði einmitt ekki spilað í Noregi síðan árið 2007 en gestir á tónleikunum í Telenor Arena voru alls 23 þúsund talsins. L'Wren fannst látin í íbúð sinni í New York um miðjan mars en þau Mick höfðu verið par síðan árið 2001. Í kjölfarið frestaði Rolling Stones sjö tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á tónleikaferðalagi sínu. Sveitin heldur tónleikana sem hún frestaði í október og nóvember á þessu ári.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira