Mikið líf í Vestmannsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2014 12:34 Flott veiði úr Vestmannsvatni á sunudaginn Vestmannsvatn kom nýtt inn í Veiðikortið á þessu ári og það er alveg óhætt að mæla með vatninu því þarna leynist mikið af fiski. Veiðimenn sem voru við við veiðar í vatninu á sunnudaginn gerðu þeir feyknagóða veiði eins og sést á myndinni með fréttinni. Að sögn þeirra var fínasta verður og mikið líf en þeir sáu uppítökur út um allt vatn. Hluta aflans veiddu þeir frá bát en mest frá landi á litlar svartar púpur sem líkjast mýflugulirfum. Þeir sem hafa kíkt í fiskana úr vatninu segja að hann sé stútfullur af æti og þegar hann fer á stjá í ætisleit sé hann mjög tökugrimmur. Vestmannsvatn er í um 45 mín keyrslu frá Akureyri svo þeir sem eru að ferðast norður í sumar ættu klárlega að bæta við sig smá akstri og prófa vatnið. Mælt er með því að taka með sér flugnanet því mýið getur verið ansi þétt við vatnið. Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði
Vestmannsvatn kom nýtt inn í Veiðikortið á þessu ári og það er alveg óhætt að mæla með vatninu því þarna leynist mikið af fiski. Veiðimenn sem voru við við veiðar í vatninu á sunnudaginn gerðu þeir feyknagóða veiði eins og sést á myndinni með fréttinni. Að sögn þeirra var fínasta verður og mikið líf en þeir sáu uppítökur út um allt vatn. Hluta aflans veiddu þeir frá bát en mest frá landi á litlar svartar púpur sem líkjast mýflugulirfum. Þeir sem hafa kíkt í fiskana úr vatninu segja að hann sé stútfullur af æti og þegar hann fer á stjá í ætisleit sé hann mjög tökugrimmur. Vestmannsvatn er í um 45 mín keyrslu frá Akureyri svo þeir sem eru að ferðast norður í sumar ættu klárlega að bæta við sig smá akstri og prófa vatnið. Mælt er með því að taka með sér flugnanet því mýið getur verið ansi þétt við vatnið.
Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði