Ástralinn Adam Scott þurfti að hafna í einu af þrettán efstu sætunum á Crowne Plaza-mótinu um helgina til þess að halda toppsætinu á heimslistanum. Hann gerði gott betur því hann vann mótið.
Það þurfti til umspil gegn Jason Dufner þar sem Scott hafði betur á þriðju holu.
"Það var ný reynsla að berjast fyrir toppsætinu. Ég var svo sannarlega að hugsa um það. Mér fannst vera smá aukapressa á mér að spila eins og maðurinn á toppi heimslistans," sagði Scott.
"Mikilvægast var samt að gera sér grein fyrir því að ég myndi aldrei spila fullkomið golf. Ég gerði mín mistök en spilaði nógu vel til þess að vinna."
Nú styttist í næsta stórmót sem er US Open. Það hefst þann 12. júní.
Scott heldur toppsæti heimslistans

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

