Dustin Johnson leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer á Colonal vellinum í Texas en hann lék fyrsta hring á 65 höggum eða fimm undir pari. Hunter Mahan, Tim Wilkinson, Harris English og Robert Streb eru allir jafnir í öðru sæti eftir að hafa leikið á 66 höggum í gær eða fjórum undir.
Þá eru nokkrir kylfingar í jafnir á þremur höggum undir pari, meðal annars PGA-meistarinn Jason Dufner, ungstirnið Jordan Spieth og Jimmy Walker sem sigrað hefur þrjú mót á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili.
Besti kylfingur heims, Adam Scott, fann sig ekki á fyrsta hring og lék á 71 höggi eða einu yfir pari sem var þó ekkert miðað við hinn vinsæla Rickie Fowler sem kom inn á 80 höggum eða tíu höggum yfir pari. Fowler situr í síðasta sæti en það sást greinilega á hringnum í gær að hann var með flensu.
Áhugavert verður að sjá hvort að hinn högglangi Dustin Johnson nái að fylgja eftir góðri byrjun en sýnt verður beint frá öðrum hring á Crowne Plaza Invitational á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Dustin Johnson leiðir eftir fyrsta hring í Texas

Mest lesið



Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn



