Íslenskur tölvuleikur á Playstation 3 og 4 Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 16:56 Allur leikurinn er handteiknaður. Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar. Leikjavísir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar.
Leikjavísir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira