Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2014 11:18 Ásgeir Heiðar með 88 sm lax við opnun Elliðaánna í fyrra Mynd: www.svfr.is Það er alltaf beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu löxunum sem mæta í Elliðaárnar og við getum staðfest að hann er mættur þetta sumarið nokkuð á undan áætlun. Við fengum staðfest frá Kjartani Inga Lorange hjá Veiðihúsinu að hann sá bjarta nýgengna laxa á Breiðunni og Ásgeir Heiðar leiðsögumaður staðfesti við hann áðan að hann hefði líka sé laxa stökkva á þessum þekkta veiðistað. Elliðaárnar opna ekki fyrr en eftir tvær vikur svo það er alveg mögulegt, verði nokkuð regluleg ganga af þessum snemmgengnu löxum, að veiðivon verði víða í ánni við opnun þó svo að mesta spennan sé alltaf mest í kringum fyrstu köstin í Sjávarfoss. Eftir líflega opnun í Norðurá þar sem fimm laxar eru staðfestir á land, og nokkuð fleiri en það hafa sloppið, virðist sem laxinn komi bæði vel haldin og nokkuð á undan tíma í árnar. Þetta gæti verið einhver vísbending um að ástand sjávar hafi verið laxinum hagstætt og það megi búast við góðu veiðisumri í ár eins og í fyrra. Verði það raunin að gott veiðisumar sé í vændum er ekki seinna vænna að tryggja sér leyfi því samkvæmt fréttum frá veiðileyfasölum landsins er salan mun betri núna en í fyrra. Það er þess vegna ekki mikið eftir af leyfum og það lítur út fyrir að það verði uppselt í flestar bestu árnar. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Það er alltaf beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu löxunum sem mæta í Elliðaárnar og við getum staðfest að hann er mættur þetta sumarið nokkuð á undan áætlun. Við fengum staðfest frá Kjartani Inga Lorange hjá Veiðihúsinu að hann sá bjarta nýgengna laxa á Breiðunni og Ásgeir Heiðar leiðsögumaður staðfesti við hann áðan að hann hefði líka sé laxa stökkva á þessum þekkta veiðistað. Elliðaárnar opna ekki fyrr en eftir tvær vikur svo það er alveg mögulegt, verði nokkuð regluleg ganga af þessum snemmgengnu löxum, að veiðivon verði víða í ánni við opnun þó svo að mesta spennan sé alltaf mest í kringum fyrstu köstin í Sjávarfoss. Eftir líflega opnun í Norðurá þar sem fimm laxar eru staðfestir á land, og nokkuð fleiri en það hafa sloppið, virðist sem laxinn komi bæði vel haldin og nokkuð á undan tíma í árnar. Þetta gæti verið einhver vísbending um að ástand sjávar hafi verið laxinum hagstætt og það megi búast við góðu veiðisumri í ár eins og í fyrra. Verði það raunin að gott veiðisumar sé í vændum er ekki seinna vænna að tryggja sér leyfi því samkvæmt fréttum frá veiðileyfasölum landsins er salan mun betri núna en í fyrra. Það er þess vegna ekki mikið eftir af leyfum og það lítur út fyrir að það verði uppselt í flestar bestu árnar.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði