Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 12:00 Mynd/dalviksport.is Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast