Metallica tekur Oasis slagara 3. júní 2014 18:30 Metallica kemur fram víðsvegar í sumar. Vísir/Getty Lars Ulrich trommuleikari hljómsveitarinnar Metallica gantaðist á dögunum með það, að sveit hans ætli að byrja tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni, á laginu Wonderwall eftir Oasis. Þar með væru þeir að endurtaka leik sem Jay Z lék á sömu hátíð árið 2008, þegar að lagahöfundurinn og Oasis meðlimurinn, Noel Gallagher sagði í viðtali að honum þætti Jay Z ekki henta sem skemmtikraftur á Glastonbury-hátíðinni. Metallica kemur einnig fram á Sonisphere-hátíðinni, á sunnudagskvöldinu. Hljómsveitin Iron Maiden kemur einnig fram á þeirri hátíð, á laugardagskvöldinu. „Ég mun aldrei rökræða um það. Ég mun alltaf styðja Bruce, sama hvaða vitleysu hann setur út úr sér,“ sagði Ulrich, þegar hann var spurður út í ummæli Bruce Dickinson, söngvara Maiden, sem sagði í viðtali að hans hljómsveit væri betri en Metallica. Á Sonisphere-hátíðinni fengu aðdáaendur Metallica að velja lagalista sveitarinnar. Ulrich sagði þó að á Glastonbury-hátíðinni verði hefðbundinn Metallica lagalisti leikinn. „Yfirleitt bý ég ekki til lagalista fyrr en 15 til 30 mínútum fyrir tónleikana,“ sagði Ulrich um lagalistagerðina. Hljómsveitin hefur verið gagnrýnd að undanförnu en hljómsveitin Mogwai sagði á dögunum í viðtali að Metallica væri ótrúlega léleg, og tjáði þar með andúð sína á því að Metallica væri aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lars Ulrich trommuleikari hljómsveitarinnar Metallica gantaðist á dögunum með það, að sveit hans ætli að byrja tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni, á laginu Wonderwall eftir Oasis. Þar með væru þeir að endurtaka leik sem Jay Z lék á sömu hátíð árið 2008, þegar að lagahöfundurinn og Oasis meðlimurinn, Noel Gallagher sagði í viðtali að honum þætti Jay Z ekki henta sem skemmtikraftur á Glastonbury-hátíðinni. Metallica kemur einnig fram á Sonisphere-hátíðinni, á sunnudagskvöldinu. Hljómsveitin Iron Maiden kemur einnig fram á þeirri hátíð, á laugardagskvöldinu. „Ég mun aldrei rökræða um það. Ég mun alltaf styðja Bruce, sama hvaða vitleysu hann setur út úr sér,“ sagði Ulrich, þegar hann var spurður út í ummæli Bruce Dickinson, söngvara Maiden, sem sagði í viðtali að hans hljómsveit væri betri en Metallica. Á Sonisphere-hátíðinni fengu aðdáaendur Metallica að velja lagalista sveitarinnar. Ulrich sagði þó að á Glastonbury-hátíðinni verði hefðbundinn Metallica lagalisti leikinn. „Yfirleitt bý ég ekki til lagalista fyrr en 15 til 30 mínútum fyrir tónleikana,“ sagði Ulrich um lagalistagerðina. Hljómsveitin hefur verið gagnrýnd að undanförnu en hljómsveitin Mogwai sagði á dögunum í viðtali að Metallica væri ótrúlega léleg, og tjáði þar með andúð sína á því að Metallica væri aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira