Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 28-33 | B-liðið tapaði að Varmá Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mosfellsbæ skrifar 2. júní 2014 15:54 Árni Steinn sækir að marki í kvöld. Vísir/Stefán Ísland tapaði fyrir Portúgal 33-28 í vináttulandsleik í handbolta í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ. Lykilmenn voru hvíldir og mætti Ísland með hálfgert B-lið til leiks. Leikmönnum var vorkun að ætla að sanna sig að Varmá í kvöld. Stemningin fyrir leiknum virtist engin vera. Fáir áhorfendur mættu og umgjörðin fyrir neðan allar hellur. Mosfellingar áttuðu sig ekki á því að það mætti spila tónlist fyrr en blaðamaður Vísis kvartaði í hálfleik yfir þögninni. Til að mynda lá leikmaður meiddur á vellinum í um fjórar mínútur snemma í fyrri hálfleik og allt sem heyrðist var þegar hann kveinkaði sér, fyrir utan skvaldrið á áhorfendum. Talandi um áhorfendur. Þeir voru nákvæmlega það og aðeins það. Þeir fóru fyrst að styðja við íslenska liðið þegar liðið var komið fjórum mörkum undir og skammt til hálfleiks. Stemningin var vart betri í seinni hálfleik þó tónlist væri farin að óma þegar leikurinn stöðvaðist. Ákaflega fáir leikmenn náðu að nýta tækifærið. Bjarki Már Elísson nýtti vítin vel en hann nýtti tækifærið í fyrsta leiknum mjög vel. Ólafur Guðmundsson átti góða spretti en þá er að nánast upp talið. Margir leikmenn voru að stíga sín fyrstu skref og erfitt að ætlast til að þeir taki stjórn á leiknum en úrslitin gefa til kynna að það vanti nokkuð upp á breiddina hjá íslenska handboltalandsliðinu. Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks en Portúgal nái fjögurra marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en þá hafði Aron Kristjánsson skipt byrjunarliðinu útaf og náðu ungir varamenn liðsins ekki að halda dampi. Ísland náði að minnka muninn eftir að hafa lent sjö mörkum undir snemma í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Portúgal vann í raun sanngjarnan sigur. Íslenska liðið náði að halda aftur af hraða Portúgals framan af leik en er leið á leikinn þreyttust menn og þá fékk Portúgal hraðaupphlaupin sín sem liðið nærist á. Portúgalska liðið er ekki slakt en ætla má að mótspyrna Íslands verði mun meiri þegar Aron mætir til leiks með sitt sterkasta lið fyrir utan þá sem eru meiddir en ólíklegt verður að teljast að Aron Pálmarsson geti beitt sér annað kvöld. Aron: Dýrmæt reynslaHeimir Óli í strangri gæslu.vísir/stefán„Mér fannst við gera aðeins of mikið af mistökum varnarlega í byrjun leiks. Þá var sóknarleikurinn góður. Þegar það fór að líða á hálfleikinn þá fannst mér við klikka sóknarlega,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands en Ísland náði aldrei að bæta fyrir slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. „Þeir ná fjögurra marka forystu í hálfleik sem varð fljótt sjö mörk í seinni hálfleik. Við fengum oft tvær mínútur, stundum fyrir litlar sakir og stundum rétt. „Mér fannst við berjast miklu betur í seinni hálfleik og það var jákvætt en það voru nokkrir hlutir sem ég hefði viljað sjá betur í leiknum,“ sagði Aron. Breiddin er ekki mikil hjá Íslandi en Aron segir leiki sem þessa vera að sem liðið þarf til að auka á breiddina og fá fleiri leikmenn til að kynnast því að leika fyrir Ísland. „Tölurnar í dag sýna að það vantar upp á breiddina. Við erum líka með leikmenn meidda sem hefðu spilað hér í dag. Það minnkar breiddina enn frekar. Það er dýrmæt reynsla fyrir þá að fá þennan leik gegn fínu portúgölsku liði. „Sem betur fer koma alltaf upp strákar hérna heima. Við getum ekki ætlast til þess að við séum með í mörg lið á alþjóðlegan mælikvarða. Við erum að vinna í því að stytta bilið fyrir þessa stráka. Þegar þeir þurfa að taka við að þá verði þeir meira tilbúnir í slaginn.“ Aron mætir til leiks annað kvöld með sitt sterkasta lið og býst hann víð góðri mótspyrnu frá Portúgal þrátt fyrir að liðið muni þá leika þriðja leikinn sinn á þremur dögum. „Ég held að þeir verði vel stemmdir. Þeir virkuðu ferskir hér í kvöld og munu væntanlega selja sig dýrt. Þeir fá víst sjálfstraust með sigrinum í kvöld.“ Bjarki Már: Krafa á að gera beturErnir Hrafn á sínum gamla heimavelli.vísir/stefán„Ég er að reyna að njóta mín og nýta þessar mínútur sem ég fæ. Það eru forréttindi að fá að vera með landsliðinu og ég held ég hafi nýtt tækifærið nokkuð vel og ég vona að Aron hafi tekið eftir því,“ sagði Bjarki Már Elísson hornamaðurinn knái sem er búinn að vera markahæsti leikmaður Íslands í báðum leikjunum gegn Portúgal til þessa. „Fyrri leikurinn var mjög góður fyrir mig. Við fengum mikið af hraðaupphlaupum um leið og ég kom inn á og ég náði að nýta færin vel. Ég ætlaði líka að nýta færin vel í dag og það tókst ágætlega til þó ég hefði viljað gera betur í tveimur skotum,“ sagði Bjarki sem var ekki ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld „Við getum alveg leyft okkur að segja það að þegar íslenska landsliðið er annars vegar, þá eigum við að gera betur. Sama hverjir eru í búningnum. Við eigum allir að gera betur og klára svona leiki. Sérstaklega þegar ungir og graðir eru að koma inn. Við eigum að nýta tækifærið okkar. „Flestir sem voru að spila hérna eru í atvinnumennsku og leikmenn sem eru hérna heima vita að það eru ákveðnir grunnþættir sem unnið er með. Aron er ekkert í einhverjum geimvísindum. „Við eigum að gera þetta af krafti og ég held að menn hafi verið svolítið stressaðir í dag, þegar það kemur svona heilt nýtt lið inn. Þetta er leikurinn þar sem allir áttu að nýta tækifærið sitt. Ég held að það hafi spilað inn í,“ sagði Bjarki sem er búinn að spila mikið í báðum leikjunum og hann sagði að það væri óneitanlega betra að koma inn í liðið með reynslumeiri leikmenn með sér. „Það er gríðarlega gott að spila með þeim sem hafa verið í þessu í hundrað ár. En við sólarlag þá er þetta bara handbolti og flestir hér eru að vinna við þetta og ætla sér að vinna við þetta. -Þá er krafa á að gera betur, sérstaklega þegar þú spilar undir merkjum HSÍ,“ sagði Bjarki Már. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Portúgal 33-28 í vináttulandsleik í handbolta í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ. Lykilmenn voru hvíldir og mætti Ísland með hálfgert B-lið til leiks. Leikmönnum var vorkun að ætla að sanna sig að Varmá í kvöld. Stemningin fyrir leiknum virtist engin vera. Fáir áhorfendur mættu og umgjörðin fyrir neðan allar hellur. Mosfellingar áttuðu sig ekki á því að það mætti spila tónlist fyrr en blaðamaður Vísis kvartaði í hálfleik yfir þögninni. Til að mynda lá leikmaður meiddur á vellinum í um fjórar mínútur snemma í fyrri hálfleik og allt sem heyrðist var þegar hann kveinkaði sér, fyrir utan skvaldrið á áhorfendum. Talandi um áhorfendur. Þeir voru nákvæmlega það og aðeins það. Þeir fóru fyrst að styðja við íslenska liðið þegar liðið var komið fjórum mörkum undir og skammt til hálfleiks. Stemningin var vart betri í seinni hálfleik þó tónlist væri farin að óma þegar leikurinn stöðvaðist. Ákaflega fáir leikmenn náðu að nýta tækifærið. Bjarki Már Elísson nýtti vítin vel en hann nýtti tækifærið í fyrsta leiknum mjög vel. Ólafur Guðmundsson átti góða spretti en þá er að nánast upp talið. Margir leikmenn voru að stíga sín fyrstu skref og erfitt að ætlast til að þeir taki stjórn á leiknum en úrslitin gefa til kynna að það vanti nokkuð upp á breiddina hjá íslenska handboltalandsliðinu. Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks en Portúgal nái fjögurra marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en þá hafði Aron Kristjánsson skipt byrjunarliðinu útaf og náðu ungir varamenn liðsins ekki að halda dampi. Ísland náði að minnka muninn eftir að hafa lent sjö mörkum undir snemma í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Portúgal vann í raun sanngjarnan sigur. Íslenska liðið náði að halda aftur af hraða Portúgals framan af leik en er leið á leikinn þreyttust menn og þá fékk Portúgal hraðaupphlaupin sín sem liðið nærist á. Portúgalska liðið er ekki slakt en ætla má að mótspyrna Íslands verði mun meiri þegar Aron mætir til leiks með sitt sterkasta lið fyrir utan þá sem eru meiddir en ólíklegt verður að teljast að Aron Pálmarsson geti beitt sér annað kvöld. Aron: Dýrmæt reynslaHeimir Óli í strangri gæslu.vísir/stefán„Mér fannst við gera aðeins of mikið af mistökum varnarlega í byrjun leiks. Þá var sóknarleikurinn góður. Þegar það fór að líða á hálfleikinn þá fannst mér við klikka sóknarlega,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands en Ísland náði aldrei að bæta fyrir slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. „Þeir ná fjögurra marka forystu í hálfleik sem varð fljótt sjö mörk í seinni hálfleik. Við fengum oft tvær mínútur, stundum fyrir litlar sakir og stundum rétt. „Mér fannst við berjast miklu betur í seinni hálfleik og það var jákvætt en það voru nokkrir hlutir sem ég hefði viljað sjá betur í leiknum,“ sagði Aron. Breiddin er ekki mikil hjá Íslandi en Aron segir leiki sem þessa vera að sem liðið þarf til að auka á breiddina og fá fleiri leikmenn til að kynnast því að leika fyrir Ísland. „Tölurnar í dag sýna að það vantar upp á breiddina. Við erum líka með leikmenn meidda sem hefðu spilað hér í dag. Það minnkar breiddina enn frekar. Það er dýrmæt reynsla fyrir þá að fá þennan leik gegn fínu portúgölsku liði. „Sem betur fer koma alltaf upp strákar hérna heima. Við getum ekki ætlast til þess að við séum með í mörg lið á alþjóðlegan mælikvarða. Við erum að vinna í því að stytta bilið fyrir þessa stráka. Þegar þeir þurfa að taka við að þá verði þeir meira tilbúnir í slaginn.“ Aron mætir til leiks annað kvöld með sitt sterkasta lið og býst hann víð góðri mótspyrnu frá Portúgal þrátt fyrir að liðið muni þá leika þriðja leikinn sinn á þremur dögum. „Ég held að þeir verði vel stemmdir. Þeir virkuðu ferskir hér í kvöld og munu væntanlega selja sig dýrt. Þeir fá víst sjálfstraust með sigrinum í kvöld.“ Bjarki Már: Krafa á að gera beturErnir Hrafn á sínum gamla heimavelli.vísir/stefán„Ég er að reyna að njóta mín og nýta þessar mínútur sem ég fæ. Það eru forréttindi að fá að vera með landsliðinu og ég held ég hafi nýtt tækifærið nokkuð vel og ég vona að Aron hafi tekið eftir því,“ sagði Bjarki Már Elísson hornamaðurinn knái sem er búinn að vera markahæsti leikmaður Íslands í báðum leikjunum gegn Portúgal til þessa. „Fyrri leikurinn var mjög góður fyrir mig. Við fengum mikið af hraðaupphlaupum um leið og ég kom inn á og ég náði að nýta færin vel. Ég ætlaði líka að nýta færin vel í dag og það tókst ágætlega til þó ég hefði viljað gera betur í tveimur skotum,“ sagði Bjarki sem var ekki ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld „Við getum alveg leyft okkur að segja það að þegar íslenska landsliðið er annars vegar, þá eigum við að gera betur. Sama hverjir eru í búningnum. Við eigum allir að gera betur og klára svona leiki. Sérstaklega þegar ungir og graðir eru að koma inn. Við eigum að nýta tækifærið okkar. „Flestir sem voru að spila hérna eru í atvinnumennsku og leikmenn sem eru hérna heima vita að það eru ákveðnir grunnþættir sem unnið er með. Aron er ekkert í einhverjum geimvísindum. „Við eigum að gera þetta af krafti og ég held að menn hafi verið svolítið stressaðir í dag, þegar það kemur svona heilt nýtt lið inn. Þetta er leikurinn þar sem allir áttu að nýta tækifærið sitt. Ég held að það hafi spilað inn í,“ sagði Bjarki sem er búinn að spila mikið í báðum leikjunum og hann sagði að það væri óneitanlega betra að koma inn í liðið með reynslumeiri leikmenn með sér. „Það er gríðarlega gott að spila með þeim sem hafa verið í þessu í hundrað ár. En við sólarlag þá er þetta bara handbolti og flestir hér eru að vinna við þetta og ætla sér að vinna við þetta. -Þá er krafa á að gera betur, sérstaklega þegar þú spilar undir merkjum HSÍ,“ sagði Bjarki Már.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn