Framkvæmdir standa nú yfir í dalnum þar sem allt er að smella fyrir tónlistarveisluna en búist er við því að um níu þúsund manns muni skemmta sér á hátíðinni um helgina.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig Laugardalurinn umbreytist í tónleikasvæði sem minnir helst á erlendar tónlistarhátíðir.
Sviðin bera öll nöfn sem minna á norræna goðafræði, svo sem Hel, Valhöll og Embla.
Meðal þeirra sem koma fram á Secret Solstice eru Massive Attack, Woodkid, Schoolboy Q, Disclosure, , Banks, Carl Craig, Kerri Chandler, Jamie Jones og Eats everything.