Haraldur Franklín Magnús úr GR komst áfram í holukeppnina á Opna breska áhugamannamótinu í golfi sem fer fram í Norður-Írlandi. Haraldur mætir Nicolai Tinning frá Danmörku í fyrstu umferð holukeppninnar.
Haraldur lék hringinn í gær á pari og lék í heildina hringina þrjá á þremur yfir pari. Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Axel Bóasson úr Keili eru úr leik.
Alls hefja 64 manns leik í holukeppninni en Haraldur komst einnig í holukeppnina í fyrra þar sem hinn ítalski Renato Paratore hafði betur í 16-manna úrslitum. Nú er bara að sjá hvort Haraldur komist lengra í ár en hann og Nicolai hefja leik klukkan 12.20.
Haraldur Franklín komst í holukeppnina
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

