Eve Valkyrie vinnur til verðlauna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. júní 2014 11:15 EVE: Valkyrie, nýr tölvuleikur sem væntanlegur er frá CCP, hlaut verðlaun á E3 ráðstefnunni sem nýlokið er í Los Angeles. Leikurinn hlaut meðal annars E3 Official Selection verðlaun tímaritsins PC Gamer og dagblaðip USA Today valdi hann annan besta leik ráðstefnunnar. Leikurinn ekki kominn út og aðeins sýndur í prufuútgáfu á E3 ráðstefnunni. Auk áðurnefndra viðurkenninga útnefndi græju- og afþreyingarsíðan Nerdist.com EVE Valkyrie E3: Editor’s Choice, leikjasíðan Destructoid tilefndi leikinn til tveggja verðlauna (E3 - Best Shooter, E3 - Game of the Show), leikjasíðan Joystiq valdi hann einn af 10 bestu leikjum ráðstefnunnar og dagblaðið Metro tilnefndi EVE: Valkyrie til Best of E3 2014 Awards í flokki PC leikja (þar sem leikurinn Battle Cry bar sigur úr býtum).Skjáskot úr leiknum.Mynd/CCPE3, eða Electronic Entertainment Expo, er ein stærsta leikjaráðstefna heims - og sú allra stærsta sem aðeins er opin fagfólki og fjölmiðlum. Á ráðstefnunni, sem hefur gríðarmikið vægi í tölvuleikjaiðnaðinum, kynna helstu tölvuleikjaframleiðendur heims sínar nýjustu afurðir og fjölmiðlar alls staðar að úr heiminum koma saman til að sjá og heyra af því nýjasta sem er að gerast í tölvuleikjabransanum. Í ár sóttu yfir 30.000 manns ráðstefnuna sjálfa, þar sem rúmlega 200 leikjaframleiðendur kynntu afurðir sínar, auk þess sem milljónir manna fylgdust með því sem þar fram fór gegnum fjölmiðla, bloggsíður og samfélagsmiðla. Prufuútgáfan af EVE Valkyrie var sýnd á þremur stöðum á E3 ráðstefnunni; stóru sýningarsvæði SONY fyrir PlayStation 4, bás Oculus VR og í sérhönnuðu fundarherbergi CCP. Ekki hefur verið tilkynnt um útgáfudag EVE Valkyrie. Leikurinn mun koma út á PlayStation 4 fyrir nýjan sýndarveruleikabúnað SONY (Morpheus) og Oculus Rift sýndarveruleikagræju Oculus VR, sem Facebook keypti nýlega, fyrir PC tölvur. Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
EVE: Valkyrie, nýr tölvuleikur sem væntanlegur er frá CCP, hlaut verðlaun á E3 ráðstefnunni sem nýlokið er í Los Angeles. Leikurinn hlaut meðal annars E3 Official Selection verðlaun tímaritsins PC Gamer og dagblaðip USA Today valdi hann annan besta leik ráðstefnunnar. Leikurinn ekki kominn út og aðeins sýndur í prufuútgáfu á E3 ráðstefnunni. Auk áðurnefndra viðurkenninga útnefndi græju- og afþreyingarsíðan Nerdist.com EVE Valkyrie E3: Editor’s Choice, leikjasíðan Destructoid tilefndi leikinn til tveggja verðlauna (E3 - Best Shooter, E3 - Game of the Show), leikjasíðan Joystiq valdi hann einn af 10 bestu leikjum ráðstefnunnar og dagblaðið Metro tilnefndi EVE: Valkyrie til Best of E3 2014 Awards í flokki PC leikja (þar sem leikurinn Battle Cry bar sigur úr býtum).Skjáskot úr leiknum.Mynd/CCPE3, eða Electronic Entertainment Expo, er ein stærsta leikjaráðstefna heims - og sú allra stærsta sem aðeins er opin fagfólki og fjölmiðlum. Á ráðstefnunni, sem hefur gríðarmikið vægi í tölvuleikjaiðnaðinum, kynna helstu tölvuleikjaframleiðendur heims sínar nýjustu afurðir og fjölmiðlar alls staðar að úr heiminum koma saman til að sjá og heyra af því nýjasta sem er að gerast í tölvuleikjabransanum. Í ár sóttu yfir 30.000 manns ráðstefnuna sjálfa, þar sem rúmlega 200 leikjaframleiðendur kynntu afurðir sínar, auk þess sem milljónir manna fylgdust með því sem þar fram fór gegnum fjölmiðla, bloggsíður og samfélagsmiðla. Prufuútgáfan af EVE Valkyrie var sýnd á þremur stöðum á E3 ráðstefnunni; stóru sýningarsvæði SONY fyrir PlayStation 4, bás Oculus VR og í sérhönnuðu fundarherbergi CCP. Ekki hefur verið tilkynnt um útgáfudag EVE Valkyrie. Leikurinn mun koma út á PlayStation 4 fyrir nýjan sýndarveruleikabúnað SONY (Morpheus) og Oculus Rift sýndarveruleikagræju Oculus VR, sem Facebook keypti nýlega, fyrir PC tölvur.
Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira