Kaymer: Sagði stöðugt við sjálfan mig að ég gæti sigrað þetta mót 17. júní 2014 01:02 Martin Kaymer fagnar sigrinum á US Open í ljósaskiptunum. AP/Getty Martin Kaymer sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en mótið fór þetta árið fram á Pinehurst velli nr.2 í Norður-Karólínu. Sigur Kaymer var nánast aldrei í hættu en hann lék óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi og sigraði mótið að lokum með átta högga mun. Kaymer skaust upp á stjörnuhimininn í golfheiminum árið 2008 með því að sigra á Abu Dhabi meistaramótinu á Evrópumótaröðinni en frá 2008 til 2011 sigraði hann á 11 atvinnumótum, þar af á sínu fyrsta risamóti. Það var á PGA-meistaramótinu árið 2010 sem fram fór á Whistling Straits vellinum en Kaymer sigraði Bubba Watson í bráðabana um titilinn.Týndi sveiflunni og hætti að sigra Undanfarin ár hafa þó verið mögur fyrir Kaymer en hann sigraði ekkert mót á Evrópumótaröðinni á árunum 2012 og 2013. Hann féll í kjölfarið niður í 63. sæti heimslistans og á tímabili átti hann í miklum erfileikum með að komast í gegn um niðurskurðinn í flestum mótum sem hann tók þátt í. Þrátt fyrir það átti hann eftirminnileg augnablik en fáir golfáhugamenn gleyma því þegar að hann setti niður sigurpúttið í Ryderbikarnum á Medinah árið 2012 og fullkomnaði ótrúlega endurkomu Evrópuliðsins.Aftur kominn á meðal þeirra bestu Þjóðverjinn virðist þó vera búinn að finna sitt besta form aftur þessa dagana en hann sigraði einnig á Players meistaramótinu fyrr á árinu og segist vera byrjaður að sveifla kylfunni betur. „Ég var ekki sáttur við hvernig ég var að hitta boltann á sínum tíma og það tók mikla vinnu að koma sveiflunni aftur í lag. Undanfarna mánuði hef ég þó verið að slá boltann mun betur og á ýmsa vegu sem veitir manni aukið sjálfstraust.“ Þá segir Kaymer að lykillinn að sigrinum um helgina hafi verið hugarfarið. „Ég sagði við sjálfan mig alveg frá byrjun að ég gæti sigrað þetta mót, ég var stöðugt að minna mig á það. Ef maður trúir því og tekur bara eitt högg í einu þá er allt hægt.“ Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Martin Kaymer sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem kláraðist um helgina en mótið fór þetta árið fram á Pinehurst velli nr.2 í Norður-Karólínu. Sigur Kaymer var nánast aldrei í hættu en hann lék óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi og sigraði mótið að lokum með átta högga mun. Kaymer skaust upp á stjörnuhimininn í golfheiminum árið 2008 með því að sigra á Abu Dhabi meistaramótinu á Evrópumótaröðinni en frá 2008 til 2011 sigraði hann á 11 atvinnumótum, þar af á sínu fyrsta risamóti. Það var á PGA-meistaramótinu árið 2010 sem fram fór á Whistling Straits vellinum en Kaymer sigraði Bubba Watson í bráðabana um titilinn.Týndi sveiflunni og hætti að sigra Undanfarin ár hafa þó verið mögur fyrir Kaymer en hann sigraði ekkert mót á Evrópumótaröðinni á árunum 2012 og 2013. Hann féll í kjölfarið niður í 63. sæti heimslistans og á tímabili átti hann í miklum erfileikum með að komast í gegn um niðurskurðinn í flestum mótum sem hann tók þátt í. Þrátt fyrir það átti hann eftirminnileg augnablik en fáir golfáhugamenn gleyma því þegar að hann setti niður sigurpúttið í Ryderbikarnum á Medinah árið 2012 og fullkomnaði ótrúlega endurkomu Evrópuliðsins.Aftur kominn á meðal þeirra bestu Þjóðverjinn virðist þó vera búinn að finna sitt besta form aftur þessa dagana en hann sigraði einnig á Players meistaramótinu fyrr á árinu og segist vera byrjaður að sveifla kylfunni betur. „Ég var ekki sáttur við hvernig ég var að hitta boltann á sínum tíma og það tók mikla vinnu að koma sveiflunni aftur í lag. Undanfarna mánuði hef ég þó verið að slá boltann mun betur og á ýmsa vegu sem veitir manni aukið sjálfstraust.“ Þá segir Kaymer að lykillinn að sigrinum um helgina hafi verið hugarfarið. „Ég sagði við sjálfan mig alveg frá byrjun að ég gæti sigrað þetta mót, ég var stöðugt að minna mig á það. Ef maður trúir því og tekur bara eitt högg í einu þá er allt hægt.“
Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira