Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Frosti Logason skrifar 16. júní 2014 16:01 Skýrsla ríkissaksóknara um manndrápið í Hraunbæ var kynnt almenningi síðastliðinn föstudag. Í henni má finna ýmsar upplýsingar sem ekki virðast hafa komið fram áður. Útvarpsþátturinn Harmageddon fór yfir málið með Einari steingrímssyni, stærðfræðingi, í morgun. Einar benti á að ekki væri annað að sjá af lestri skýrslunnar en að málið hafi hafist á því að nágranni Sævars Rafns Jónassonar sem lést í aðgerðinni, hafði hringt á lögregluna vegna háværrar tónlistar úr íbúð Sævars. Ekki vegna þess að þar væri brjálaður byssumaður að skjóta út í allar áttir eins og umfjöllun fjölmiðla benti til á sínum tíma. Nágranninn sagðist að vísu telja sig hafa heyrt skothvell og tekur lögreglan fram í skýrslunni, að vegna þess að sá aðili hafði, að eigin sögn, sinnt herþjónustu á árum áður voru þær upplýsingar metnar trúverðugar. Nágranninn taldi einnig að hinn meint skothvellur hlyti að tákna að Sævar hefði framið sjálfsmorð í íbúðinni. Samkvæmt skýrslunni hefur lögreglan þá ákveðið að vinna út frá því. En hvers vegna er tekið fram að nágranninn hafi hlotið herþjálfun? Skiptir það einhverju máli? Er það eingöngu gert til þess afsaka það að lögregla taki trúanlega framburð manns á vettvangi án frekari rannsóknar? Þessum spurningum er ekki svarað í skýrslunni sem Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars, kallar hvítþvott. Það kom í ljós síðar að grunur nágrannans reyndist ekki á rökum reistur. Samkvæmt rannsókn tæknideildar lögreglunnar var engum skotum hleypt af úr haglabyssu Sævars fyrr enn eftir að lögreglan fór inn í íbúð hans, óboðin, með aðstoð lásasmiðs sem var þarna óvarinn í bráðri lífshættu. Af skýrslunni má greinilega sjá að ýmislegt af því sem fram kom á fyrsta blaðamannafundi lögreglunnar, sem haldinn var stuttu eftir atburðinn þann 2. desember síðastliðinn, var ekki rétt eða ekki sannleikanum samkvæmt. Þar sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að embættinu hefði borist tilkynning um um háværa hvelli sem hefðu borist frá íbúðinni. Í skýrslunni kemur skýrt fram að nágranninn taldi sig hafa heyrt einn hvell. Á sama fundi kom fram að lögreglunni hafði einungis borist ein stök tilkynning um hávaðan, sem væntanlega hefur þá verið frá herþjálfaða nágrannanum, þrátt fyrir að Hraunbærinn sé með þéttustu byggðum á höfuðborgarsvæðinu. Þær upplýsingar fóru ekki að hljóma trúlega fyrr enn núna eftir að skýrslan hefur leitt í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af fyrr enn eftir að lögreglan kom á svæðið. Hvers vegna var talað um hvelli í fleirtölu? Var þar verið að undirbúa jarðveginn fyrir vörn lögreglunnar gegn ásökunum um að hafa farið offari í aðgerðunum? Í skýrslunni kemur einnig fram að lögreglan hafði ekki hugmynd um að umræddur maður væri Sævar Rafn Jónasson og hafði hún þess vegna engar upplýsingar um andleg veikindi hans eða persónulega styggð hans í garð lögreglu. Að lokum segir Einar Steingrímsson: „Skýrslan og rannsóknin eru, ef ekki meðvitaður hvítþvottur, þá ófyrirgefanlega illa unnin, og engin tilraun gerð til að komast til botns í þeim fjölmörgu augljósu spurningum sem vakna við lesturinn. Ríkissaksóknari framdi alvarleg afglöp í starfi með því að láta lögregluna rannsaka sig sjálfa. Það fer augljóslega í bága við allar eðlilegar hugmyndir um réttarríki. Síðast en ekki síst er hrollvekjandi að yfirvöld lögreglumála virðast ekki ætla að láta gera ítarlega úttekt á þessu máli, þar sem um er að ræða fyrsta skipulagða manndrápið af hálfu lögreglu í landinu, til að reyna að læra af því og fyrirbyggja að þessi hryllingur endurtaki sig.“ Hægt er að hlusta á umfjöllunina hér. Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Keyrir ekki um á Range Rover Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon
Skýrsla ríkissaksóknara um manndrápið í Hraunbæ var kynnt almenningi síðastliðinn föstudag. Í henni má finna ýmsar upplýsingar sem ekki virðast hafa komið fram áður. Útvarpsþátturinn Harmageddon fór yfir málið með Einari steingrímssyni, stærðfræðingi, í morgun. Einar benti á að ekki væri annað að sjá af lestri skýrslunnar en að málið hafi hafist á því að nágranni Sævars Rafns Jónassonar sem lést í aðgerðinni, hafði hringt á lögregluna vegna háværrar tónlistar úr íbúð Sævars. Ekki vegna þess að þar væri brjálaður byssumaður að skjóta út í allar áttir eins og umfjöllun fjölmiðla benti til á sínum tíma. Nágranninn sagðist að vísu telja sig hafa heyrt skothvell og tekur lögreglan fram í skýrslunni, að vegna þess að sá aðili hafði, að eigin sögn, sinnt herþjónustu á árum áður voru þær upplýsingar metnar trúverðugar. Nágranninn taldi einnig að hinn meint skothvellur hlyti að tákna að Sævar hefði framið sjálfsmorð í íbúðinni. Samkvæmt skýrslunni hefur lögreglan þá ákveðið að vinna út frá því. En hvers vegna er tekið fram að nágranninn hafi hlotið herþjálfun? Skiptir það einhverju máli? Er það eingöngu gert til þess afsaka það að lögregla taki trúanlega framburð manns á vettvangi án frekari rannsóknar? Þessum spurningum er ekki svarað í skýrslunni sem Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars, kallar hvítþvott. Það kom í ljós síðar að grunur nágrannans reyndist ekki á rökum reistur. Samkvæmt rannsókn tæknideildar lögreglunnar var engum skotum hleypt af úr haglabyssu Sævars fyrr enn eftir að lögreglan fór inn í íbúð hans, óboðin, með aðstoð lásasmiðs sem var þarna óvarinn í bráðri lífshættu. Af skýrslunni má greinilega sjá að ýmislegt af því sem fram kom á fyrsta blaðamannafundi lögreglunnar, sem haldinn var stuttu eftir atburðinn þann 2. desember síðastliðinn, var ekki rétt eða ekki sannleikanum samkvæmt. Þar sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að embættinu hefði borist tilkynning um um háværa hvelli sem hefðu borist frá íbúðinni. Í skýrslunni kemur skýrt fram að nágranninn taldi sig hafa heyrt einn hvell. Á sama fundi kom fram að lögreglunni hafði einungis borist ein stök tilkynning um hávaðan, sem væntanlega hefur þá verið frá herþjálfaða nágrannanum, þrátt fyrir að Hraunbærinn sé með þéttustu byggðum á höfuðborgarsvæðinu. Þær upplýsingar fóru ekki að hljóma trúlega fyrr enn núna eftir að skýrslan hefur leitt í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af fyrr enn eftir að lögreglan kom á svæðið. Hvers vegna var talað um hvelli í fleirtölu? Var þar verið að undirbúa jarðveginn fyrir vörn lögreglunnar gegn ásökunum um að hafa farið offari í aðgerðunum? Í skýrslunni kemur einnig fram að lögreglan hafði ekki hugmynd um að umræddur maður væri Sævar Rafn Jónasson og hafði hún þess vegna engar upplýsingar um andleg veikindi hans eða persónulega styggð hans í garð lögreglu. Að lokum segir Einar Steingrímsson: „Skýrslan og rannsóknin eru, ef ekki meðvitaður hvítþvottur, þá ófyrirgefanlega illa unnin, og engin tilraun gerð til að komast til botns í þeim fjölmörgu augljósu spurningum sem vakna við lesturinn. Ríkissaksóknari framdi alvarleg afglöp í starfi með því að láta lögregluna rannsaka sig sjálfa. Það fer augljóslega í bága við allar eðlilegar hugmyndir um réttarríki. Síðast en ekki síst er hrollvekjandi að yfirvöld lögreglumála virðast ekki ætla að láta gera ítarlega úttekt á þessu máli, þar sem um er að ræða fyrsta skipulagða manndrápið af hálfu lögreglu í landinu, til að reyna að læra af því og fyrirbyggja að þessi hryllingur endurtaki sig.“ Hægt er að hlusta á umfjöllunina hér.
Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Keyrir ekki um á Range Rover Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon