Anton Rúnarsson hefur gert tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið Emsdetten en hann hefur spilað í Danmörku að undanförnu.
Hann verður þar með fjórði Íslendingurinn í liðinu sem féll úr úrvalsdeildinni nú í vor. Fyrir voru Oddur Gretarsson, Ernir Hrafn Arnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Anton er uppalinn í Val en lék einnig með Gróttu hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur, þar sem hann var á mála hjá SönderjyskE og Nordsjælland.
