Melkorka Mist Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, og MartheSördal, hornamaður Fram, koma inn í landsliðshóp Íslands sem mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2014 í Laugardalshöll á sunnudaginn.
Ekkert er undir í leiknum þar sem Slóvakar náðu í stig gegn Frakklandi á miðvikudaginn og tryggðu sér með því farseðilinn á EM í Króatíu og Ungverjalandi. Slóvakía er þremur stigum á undan Íslandi fyrir lokaumferðina.
Það verður því aðeins leikið upp á stoltið hjá okkar stelpum á sunnudaginn en þær unnu Finna á miðvikudaginn með níu marka mun, 29-20.
Hópurinn:
Markverðir:
Dröfn Haraldsdóttir, ÍBV
Íris Björk Símonardóttir, Grótta
Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir
Aðrir leikmenn:
Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus
Birna Berg Haraldsdóttir, Savehof
Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg
Helena Rut ÖRvarsdóttir, Stjarnan
Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes
Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz
Karen Knútsdóttir, Sønderjyske
Karólína Lárudóttir, Valur
Ramune Pekarskyta, Sønderjyske
Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjarnan
Marthe Sördal, Fram
Sandra Sif Sigurjónsdóttir, Stjarnan
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Sunna Jónsdóttir, BK Heid
Unnur Ómarsdóttir, Grótta
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vag Vipers
Melkorka og Marthe í hópnum sem mætir Slóvakíu

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM
Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014.