Fylkir vann í kvöld 3-0 sigur á FH í Pepsi-deild kvenna en leikurinn var sá fyrsti eftir að ný stúka var vígð við Fylkisvöllinn í Árbæ.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók þessar myndir en síðari vígsluleikur stúkunnar fer fram annað kvöld er karlalið Fylkis tekur á móti Breiðabliki í Pepsi-deild karla.
Fylkir komst með sigrinum í kvöld upp í fjórða sæti kvennadeildarinnar.
