Átta manna úrslitum í karlaflokki á Securitasmótinu, Íslandsmótinu í holukeppni er lokið, en leikið er á Hvaleyrarvelli um helgina.
Kristján Þór Einarsson, GKj, gerði sér lítið fyrir og sigraði Birgi Leif Hafþórsson, GKG, í spennandi leik sem endaði 2/0; Stefán Már Stefánsson, GR, sigraði Benedikt Árna Harðarsson, GK, 3/2; Haraldur Franklín Magnús, GR, sigraði Heiðar Davíð Bragason, GHD, 3/1 og Bjarki Pétursson, GB, sigraði Rúnar Arnórsson, GK, 1/0.
Í undanúrslitum mætast Kristján Þór Einarsson og Haraldur Franklín Magnús annars vegar og Stefán Már Stefánsson og Bjarki Pétursson hins vegar.
Kristján sigraði Birgi Leif

Tengdar fréttir

Undanúrslitin í kvennaflokki klár
Nú er ljóst hverjar mætast í undanúrslitum í kvennaflokki á Securitas Íslandsmótinu í holukeppni sem fer fram á Hvaleyrarvelli um helgina, en mótið er það fjórða á Eimskipsmótaröðinni í ár.