Breiðablik vann öruggan sigur á Val á útivelli með þremur mörkum gegn engu í átta-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Aldís Kara Lúðvíksdóttir kom gestunum yfir á 19. mínútu og aðeins þremur mínútum seinna bætti Jóna Kristín Hauksdóttir öðru marki Blika við. Aldís Kara gulltryggði svo sigur Breiðabliks þegar hún skoraði sitt annað mark á 55. mínútu.
Breiðablik, sem er ríkjandi bikarmeistari, er því komið í undanúrslitin ásamt Fylki og Stjörnunni.
Nú stendur yfir framlenging í lokaleik átta-liða úrslitanna milli Selfossar og ÍBV. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.
