Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2014 09:43 Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit. Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. á heimasíðu LS www.landssambandid.is Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit. Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. á heimasíðu LS www.landssambandid.is
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði