Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 0-1 | Fyrsta tap Þórs/KA Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. júní 2014 16:08 Vísir/Andri Marinó Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira